Heilsuvernd - 15.12.1958, Blaðsíða 30

Heilsuvernd - 15.12.1958, Blaðsíða 30
122 HEILSUVERND Um anglýsingar í Heilsuvernd Einhverja rekur ef til vill minni til þess, að fyrir fáeinum árum birtist hér í ritinu heilsíðuauglýsing um cola-drykk. Vakti þessi auglýsing undrun margra. Mönnum kom það kynlega fyrir sjónir, að á lesmálssíðum ritsins skyldi þessi drykkur settur á svartan lista sem skaðleg neyzluvara, einkum hættuleg börnum, en auglýstur á áberandi hátt á næstu síðum. Meira að segja kom fyrirspurn út af þessu frá erlendum skoðanabræðrum, sem virtust mjög hneyksl- aðir yfir þessu athæfi. Það kom upp úr kafinu, að sá er safnaði auglýsingum í þetta sinn, hafði ekki fengið nein fyrirmæli frá ritstjórn- inni um efni auglýsinga, svo að hér var um hreint óvilja- verk ókunnugs manns að ræða. En í umræðum, sem út af þessu spunnust, heyrðist þó rödd, sem hélt því fram, að ekkert væri við það að athuga, að félagið reyndi að græða fé á því að auglýsa vörur, sem skaðlegar eru heilsu manna. Sem betur fer, virtist þetta sjónarmið eiga sér formæl- endur fá. Þetta er rifjað upp hér vegna þess, að atvik þessu líkt kom fyrir hjá tímaritinu Hálsa, málgagni heilsuræktar- félagsskaparins í Svíþjóð. I októberhefti þess birtist heil- síðuauglýsing frá fyrirtæki, sem framleiðir sérstaka teg- und af sykri, Klopfers-sykur, kennt við einhvern dr. Klopfer, þýzkan vísindamann, og á að vera heilnæmur náttúrusykur. 1 nóvemberheftinu skýrir ritstjórinn svo frá, m. a. í tilefni af fyrirspurn, að vegna anna hafi hon- um sézt yfir að kynna sér samsetningu þessa sykurs. En nú upplýsir hann, að 90% þess sé venjulegur sykur, sem svo er blandaður einhverjum öðrum efnum. Þessi sykur getur því að vísu talizt minna óhollur en venjulegur hvít- ur sykur eða púðursykur, en um ,,heilsusykur“, eins og hann er kallaður í auglýsingunni, er ekki að ræða. Rit-

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.