Heilsuvernd - 15.12.1958, Blaðsíða 31

Heilsuvernd - 15.12.1958, Blaðsíða 31
HEILSUVERND 123 Sagan af Hanny Þótt frásögnin hér á eftir sé 30 ára gömul og berklaveikin á undanhaldi, m. a. vegna hinna nýju berklalyfja, er hún gott dæmi um lækningamátt ósoðinnar jurtafæðu, ef rétt er á haldið. Höfundur liennar er einn af sonum hins fræga svissneska iæknis Bircher-Benners, sem sagt hefir verið frá í Heilsuvernd (m. a. í 2. hefti 1949). Hann var einn af brautryðjendum vísindalegra náttúrulækninga i Evrópu, stofnaði heilsuhæli i Ziirich, og eftir lát hans árið 1939 hefir þvi verið stjórnað af sonum lians. Hanny litla var 15 ára gömul, þegar ég var fyrst sóttur til hennar í lok marz 1927. Hún var þannig á sig komin, að erfitt er að lýsa því með orðum. Hún var ekki annað en skinnið og beinin, fíngerð húðin var hvít og gagnsæ og litli líkaminn fiðurléttur. Litla andlitið var angistin upp- máluð og fullt af sársaukadráttum, og úr augunum mátti lesa hljóða bæn um hjálp. Röddin var blíðleg og vingjarn- leg en vart heyranleg. Fallegt hárið lá í stórum fléttum beggja megin við andlitið. Ég tók ofan af henni sængina til þess að skoða hana, og brá mér ekki lítið í brún. Kviðurinn var útblásinn og stór eins og tunna, en fótleggirnir mjóir eins og eldspýtur. Ég bankaði og hlustaði sjúklinginn og fann, að hægra megin í brjóstholinu var mikið vatn, sem þrengdi svo mjög að lunganu, að það hafði aðeins hálfa stærð. 1 kviðarhol- inu var og mikið vatn, og á því flutu garnalykkjurnar, sem voru hálflamaðar og fylltar af lofti. Hver minnsta hreyfing olli sjúklingnum óþolandi sársauka, og sama varð stjórinn gerir bersýnilega þær kröfur til sín og tímarits síns, að lesendur geti treyst þeim upplýsingum, sem það birtir, hvort sem þær koma frá ritstjórninni sjálfri eða auglýsendum.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.