Heilsuvernd - 15.12.1958, Side 33

Heilsuvernd - 15.12.1958, Side 33
HEILSUVERND 125 verkjunum. I desember árið 1926 gekk kvefpest, og upp úr henni fékk Hanny aftur brjósthimnubólgu. Heimilis- læknirinn varð þess var eftir fáeina daga, að bólga var einnig komin í lífhimnuna, og að vatn var tekið að safn- ast í brjóst- og kviðarhol. Ástnd sjúklingsins versnaði óð- um, svo að 5. janúar var kallað á prófessor nokkurn, sem var sérfróður um innvortis sjúkdóma. Hann tæmdi hálfan lítra af vatni út úr brjóstholinu, en tveimur dögum síðar var það aftur orðið fullt. Heimilislæknirinn kom daglega til sjúklingsins og reyndi við hana ýmis meðuf. Árangurs- laust nuddaði hann uppþembdan kviðinn með grænsápu. Þrautirnir ágerðust, og sjúklingurinn átti alltaf örðugra með að nærast. Prófessorinn var aftur beðinn ráða. Hann talaði um, að reynandi væri, sem örþrifaráð, að opna kvið- arholið og láta sólina skína inn í það andartak. Þessi að- gerð er kennd við Rosenbach og kvað hafa komið að gagni (?). En Hanny litla var orðin svo veikluð, að prófessorinn taldi of áhættusamt að reyna þessa aðgerð á henni. Um þetta leyti heyrðu foreldrar hennar sagt frá lækningum með mataræði og leituðu til mín. Það er auðvelt að skýra í fáum oroum frá því, sem ég hafðist að, til þess að bæta úr hinu alvarlega ástandi Hanny litlu. Því sem gerðist, er hins vegar vart hægt að lýsa með orðum. Jafnskjótt og Hanny tók upp það mataræði, sem ég ráðlagði henni ,fór henni að batna. Það var líkt og töfrasprota væri veifað. Ég lét gefa Hanny aldinsafa og möndlumjólk fyrsta dag- inn ,aðeins fáeinar skeiðar. Henni þótti þetta ákaflega ljúffengt, og þegar hún varð þess áskynja, að magaverk- irnir minnkuðu í stað þess að ágerast, hlakkaði hún ósegj- anlega mikið til í hvert skipti, sem hún átti að fá nýja saftskeið. Eftir f jóra daga var kviðarholið orðið mjúkt, og Hanny gat nú í fyrsta skipti snúið sér við í rúminu og lagzt á hliðina. Ég lét svo þvo allan líkamann úr köldu vatni. Það fór hrollur um hana í fyrsta skiptið, en henni varð gott

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.