Heilsuvernd - 15.12.1958, Síða 34

Heilsuvernd - 15.12.1958, Síða 34
126 HEILSUVERND af því, því að húðin lifnaði, og henni varð léttara um and- ardráttinn. Fjórða daginn var hægt að setja um hana kalt vaf. Hún var vafin inn í kalt, blautt lak og sofnaði brátt í nota- legum, rökum hita. Að morgni fimmta dagsins kom ég með Ijósbað, til þess að hita upp líkama sjúklingsins. Hit- inn komst enn upp í 37,7° C að kvöldinu, en matarlystin jókst dag frá degi. Sjötta daginn fékk hún grænmetissafa í viðbót við aldinsafann og möndlumjólkina. Tíunda daginn var henni gefið „Bircher-mauk“* í morgunverð og kvöld- verð. Þann dag kom ég með ,,háfjallasól“ og lét hana fara í Ijósbað nokkrar mínútur á hverjum degi eftir það. Hit- inn að kvöldinu lækkaði dag frá degi, og eftir fjóra daga var Hanny hitalaus. Að fimm vikum liðnum voru magaverkirnir alveg horfn- ir, kviðurinn orðinn eðlilegur og vatnið horfið úr brjóst- holinu. (Þegar á þriðja degi voru hægðir orðnar eðlilegar). Frá þriðju vikunni að telja lifði sjúklingurinn eingöngu á hrámeti, og það var ekki fyrr en að 8 vikum liðnum, að ég leyfði henni að fara að borða gróft brauð, kartöflur og soðið grænmeti, en lét hana þó borða eingöngu hrá- meti tvo daga í viku. Hanny var farið að þykja allur þessi matur svo góður, að öll fjölskyldan gat ekki stillt sig um að reyna hann, og það endaði með því, að kjöt eða fiskur sást yfirleitt ekki á borðum. Um þetta leyti var bróðir Hanny í menntaskóla og heyrði þá hjá kenara sínum í lífeðlisfræði, að grænmeti og ávextir hefðu ekkert næringargildi, vegna þess að í því væri lítið annað en vatn, en fullgilda eggjahvítu væri aðeins að fá í kjöti. Með hálfum huga bað hann um orðið og skýrði með svo miklum sannfæringarkrafti frá reynslu sinni heima, að kennarinn stóð uppi rammvilltur út af þessum árekstri milli vísinda og reynslu. * Búið til úr eplum, hnetum, haframjöli. sítrónusafa og niður- soðinni mjólk.

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.