Heilsuvernd - 01.12.1959, Page 7

Heilsuvernd - 01.12.1959, Page 7
HEILSUVERND 99 .steypt sér kollhnís. Oft verður maðurinn þessa alls ekki var, og kemur þetta fyrst í ljós við læknisskoðun. Oft gera vart við sig stingir fyrir brjóstinu og þreytu- og þyngsla- tilfinning. Einnig getur borið á sárum samdrætti í æðum, sérstaklega á höndum og fótum, og fylgir þessu fölvi, kuldatilfinning, náladofi og annarleg erting. Sjóninni getur hrakað, og komið geta blindublettir í mitt sjónarsviðið. Haldi tóbaksnotkun áfram, bilar sjóntaugin, og getur það orðið varanlegt, þótt ekki sé raunar um algera blindu að ræða. Þessar sjónsviðstruflanir geta varað nokkuð lengi, án þess að sjúklingurinn verði þeirra var. Sjónopið þreng- ist einnig, og fólk, sem er lengi statt, þar sem allt er á kafi í tóbaksreyk, getur fengið slímhúðar- og hvarma- bólgu, augnalokin verða þrútin og rauð. Oft fá reykingamenn líka ,,króniska“ nefhols- og háls- eða barkabólgu, auk þess sem þeir verða líka kvefsæknari og fá að minnsta kosti hinn svo kallaða ,,sígarettuhósta.“ Um þetta, sem að framan er sagt, eru allir læknar sam- mála, en til eru þeir læknar, sem halda því fram, að tóbaks- neyzlan geti valdið varanlegri blóðþrýstingshækkun og öðrum sjúkdómum. Á börn og ungmenni verða áhrifin sterkari og skaðlegri. Tóbaksneyzlan dregur úr matarlyst, vexti og andlegum þroska þeirra. Er því mikils um vert að koma í veg fyrir tóbaksneyzlu barna og unglinga. Mjög eru skoðanir skiptar um hin sálrænu áhrif tóbaks- ins, og er þekking manna á þessu mjög á reiki. Indíánar tuggðu tóbaksblöð eða reyktu vindla til þess að eyða þreytu og sultarkend. Norður-Ameríku ættbálkarnir reyktu í sameiningu friðarpípu að aflokinni styrjöld eða hernaði. Skilgreina mætti þessi sálrænu eða geðhrifa-áhrif eitt- livað á þessa leið: 1. Tóbakið eyðir þreytu og sultarkend. Kom slíkt í ljós í hinum tveimur síðustu heimsstyrjöldum. 2. Með auglýsingum og öðrum sefjunaráhrifum er tóbaks- neyzlan gerð að ávana.

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.