Heilsuvernd - 01.12.1959, Blaðsíða 10

Heilsuvernd - 01.12.1959, Blaðsíða 10
102 HEILSUVERND Ochsner flutti læknunum þenna fvrirlestur, var allt á kafi í tóbaksreyk. í ágústmánuði 1956 birtu þeir Hammond og Horn í New York skýrslu yfir rannsóknir, er þeir höfðu fram- kvæmt varðandi dánartölur og reykingavenjur 187,766 manna. R,annsóknir þessar gerðu þeir á vegum Krabba- memsfélags Bandaríkjanna. Þeir völdu 384 héruð í Banda- ríkjunum, eftir þvi hvar auðveldast var að fá sjálfboða- liða til þess að vinna við skýrslusöfnunina. Héruð þessi voru um öll Bandaríkin. Sumt sveitahéruð, þorp eða stór- borgir. Þeir fengu 22,000 sjálfboðaliða, er hófu skýrslu- söfnunina í nóvembermánuði 1951. Safnað skyldi þessum upplýsingum aðeins í kynþætti hvítra manna á aldurs- tírnabilinu 50—69 ára, en einmitt á því aldursskeiði er lungnakrabbinn algengastur. Af þessum dóu 4710 á tímabilinu (1951—1956), og voru fengin dánarvottorð varðandi þá alla eða ljósmyndir af þeim. Það kom í Ijós, að tíðasta dánarorsökin var þrengsli í kransæðum hjartans, en af völdum þeirra dóu 2147 af þessum 4710, eða 45,6%. Dánartalan af þessum orsökum var meira en helmingi hærri meðal þeirra manna, er reyktu einn sígarettupakka á dag, heldur en meðal þeirra, sem reyktu alls ekki. Úr krabbameini dóu 844 af þessum 4710, þar af 167 úr lungnakrabba. Þetta eru of lágar tölur til þess að unnt sé að byggja á staðtölufræðilega (almenna ,,statistik“), en rannsóknin leiddi samt í ljós, að dánartala reykingamanna var mun hærri, sérstaklega af völdum lungnakrabba, en hinna sem reyktu ekki. Og heildarniðurstaða rannsóknar- innar var sú, að dánartalan meðal þeirra, er reyktu sígarett- ur, var mun hærri en meðal manna, sem reyktu ekki. Útkoman hjá þeim, er reyktu pípu eða vindla, var mun betri en hjá sigarettureykingamönnum. Aðrar rannsóknir leiddu í ljós, að á dánartölunni var um fimm ára mun að ræða á meðalaldrinum, og ef menn láta sig muna um slíkt, ættu þeir að hætta að reykja.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.