Heilsuvernd - 01.12.1959, Blaðsíða 11

Heilsuvernd - 01.12.1959, Blaðsíða 11
HEILSUVERND 103 Ebba Waerland: Mesti heilsuvoðiim. - Geislunareitrun (Niðurlag). Kjarnorkuknúin skip sigla nú um úthöfin. Hvað verður, ef slík skip stranda á skeri eða lenda í árekstri? Enn hefir reynslan ekki svarað þeirri spurningu, en okkur rennir grun í, hvert svarið muni verða. Þýzka tímaritið Constance, sem áður er vitnað í, hefir það eftir norskum vísinda- mönnum, að ef kjarnorkuknúður kafbátur skyldi farast, mundi geislamagn andrúmsloftsins fara tíu sinnum yfir hættumarkið. . Margir vísindamenn og leikmenn, og stjórnmálamennirn- ir fyrst og fremst, reyna að gera lítið úr þeirri hættu, sem stafar af kjarnorkutilraunum og kjarnorkuverum, eða af- neita henni með öllu. En hins vegar er fjöldi ábyrgra vís- indamanna og leikmanna —og tala þeirra fer sihækkandi, — sem beina eindregnum varnaðarorðum til ráðandi manna og almennings og eiga ekki nógu sterk orð til að lýsa áhyggjum sínum. Prófessor Frederic Soddy, nóbelsverðlaunahafi í efna- fræði, hefir sagt opinberlega: ,,Ef þið viljið heyra skoðun mína á fyrirætlunum ensku ríkisstjórnarinnar um að reisa fleiri kjarnorkustöðvar á næstu árum, þá lít ég á það sem hreina vitfirringu“.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.