Heilsuvernd - 01.12.1959, Qupperneq 16

Heilsuvernd - 01.12.1959, Qupperneq 16
108 HEILSUVERND Samtök vísindamanna um allan heim, þeirra á meðal læknar, lífefnafræðingar, næringarfræðingar, yfirlæknar við heilsuverndarstöðvar og heilsuhæli, jarðræktarfræð- ingar o. fl. o. fl., hafa á ársþingum sínum skorað á ráða- menn þjóðanna að taka fyrir frekari eitrun á umhverfi okkar. Þeir halda því fram, að árið 1956 hafi geislavirkni loftsins viða verið komin 16 sinnum yfir hættumarkið. Hvað getur almenningur aðhafzt í þessu máli? Eru okkur ekki allar bjargir bannaðar? Nei, ennþá er hægt að benda á ráð til varnar. Þýzkir vísindamenn vinna af kappi að því að leita að vörnum gegn hinum geislavirku efnum. M. a. er rannsakað, hvort til séu nokkur þau matvæli, sem geta eytt verkunum geisl- anna. Einn þessara vísindamanna er dr. Rudolf Kraft í Heilbronn. Margra ára tilraunir hans benda til þess, að bezta mataræðið í þessu tilliti sé ósoðið mjólkur- og jurta- fæði. Það mun ekki vera rétt, sem sumir hafa haldið fram, að matvæli úr jurtaríkinu séu mjög geislavirk; í líkama dýra og í egg safnast miklu meira af geislavirkum efnum, eins og áður hefir verið lýst. Dr. Kraft hefir sýnt með rannsóknum sínum, að hrár safi úr rótarávöxtum, aldinum, berjum og grænum blöðum veitir nokkra vörn. Beztur er seigfljótandi safi, eins og t. d. úr fíflablöðum. Og súrmjólk- ina telur hann þó enn áhrifaríkari. Víða um lönd eru menn nú farnir að krefjast þess, að matvælum í sölubúðum fylgi upplýsingar um það, hvort þau hafi verið blönduð eða úðuð með skaðlegum geymslu- efnum. En slík efni eru þó harla meinlaus hjá hinum stór- hættulegu eða banvænu geislavirku efnum. Þar væri enn meiri þörf á fullkomnu eftirliti. Hversu lengi hafa ráðamenn þjóðanna vald á rás at- burðanna? Hve langt verður að bíða þess dags, að rætist spádómar vísindamanna um eyðileggingu á gróðurmagni moldar og almenna hungursneyð? Menning kjarnorkualdar er afskræming á öllum hug- myndum okkar um athafnafrelsi mannsins, rétt hans til

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.