Heilsuvernd - 01.12.1959, Qupperneq 24

Heilsuvernd - 01.12.1959, Qupperneq 24
116 HEILSUVERND Heimsókn í matvöruverzlun M.L.F. Jeppinn nemur staðar á Óðinstorgi með virðulegum tilburðum og viðeigandi kurteisishósta. Þarna á horn- inu er N.L.F.-búðin, og þangað er förinni heitið. í húð- inni flögra hvítklæddar stúlkur, mér detta í hug englar, en læt mér svo nægja að líkja þeim við fiðrildi. „Gæti ég náð tali af verzlunarstjóranum?" verður mér að oxði. Brosleit ungmey svarar glaðlega: „Hxxnn er víst niðri i geymslu, held ég.“ Svo kemur vandræðasvipur íx andlitið, „Hvort á ég ixú að kalla á Harald eða vísa manninum niður?“ hugsar hún. Ég hyggst taka af henni vandann, vík mér kunnuglega inn fyrir búðarhorðið og að stiganum niður í geymsluna. Þangað hafa sporin fyxT legið. En nú er svo að sjá sem styrjöld sé skollin á innanbúðar. I stiganum rekst ég á öflug't mélpokavigi. „Nú kemur sér að kjúkur erxi ekki farnar að stirðna“, hugsa ég og ræðst til atlögu. Ég ætti þó alltaf að komast niður. „Hæg er leið . . .“ Nei, þetta minnir ekki vitund á verri staðinn, öðru nær. Þarna stendur meira að segja verzlunarstjórinn i hvítþvegnum kyrtli. „Komdu sæll, Haraldur, þakka þér fyrir síðast. Er skollið á stríð eða hvað?“ — „Það gæti sýnzt svo. Við vorum að fá nýja sendingu og eruni að koixxa þessu fyrir,“ segir Haraldur og lxorfir með skipxilagn- ingarsvip i kringum sig, í'étt eins og Napóleon á gömlu skiliríi. „Það eru rúsínurnar“, bætti liann við, og er nú hýrari.“ Það liýrnar víst yfir fleirum, þegar þeir frétta af þessum rúsínum“, hugsa ég og seilist með hend- ina ofan í opinn kassa. Hér Jier margt fyrir augu, sem forvitni vekur. Spegilfagrir gulllitaðir stampar orka þó sterkast á ímyndunaraflið. „Hvað er í þessum, Harald- ur?“ „Það er hunang, pólskt smárahunang, alveg eins og' frú Úrbanscliitz vill liafa það.“ — „Frú Úrbanschitz?“. — „.Tá, hún er séi'fræðingur í bíflugnai'ækt og veit hvað

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.