Heilsuvernd - 01.12.1959, Síða 29

Heilsuvernd - 01.12.1959, Síða 29
HEILSUVERND 121 að brjóta. Þetta var að morgni dags. Um hádegið vitjaði bóndinn verkamannsins, og hafði þá lítið unnizt. Bóndi horfði spyrjandi augum á þann, sem hann hafði ráðið til starfs, en hafði engin orð. ,,Ég get þetta ekki,“ sagði ungi maðurinn og leit yfir akurinn. Eirðarleysi og vonbrigði sáust á andliti hans. Honum fannst hann hafa brugðizt. En hverjum? Hann sá fyrir sér móður sína eins og hún stóð við dyr heimilisins, þegar hann kvaddi. Hann sá von ina vaka í augum hennar. „Guð gefi þér styrk til að reyn- ast trúr“, sagði hún. — Og faðirinn, hvað hafði hann sagt að skilnaði? „Ég veit, að það býr í þér maður“, voru orð hans- — Og hann sjálfur? Hafði hann ekki trúað því þá, að hann væri mannsefni? I gær þorði hann að horfast í augu við húsbónda sinn. Nú var hann niðurlútur. Jú, hann hafði brugðizt þeim öllum, en sjálfum sér verzt. „Ég get þetta ekki“, sagði hann aftur. Bóndinn, sem var vitur maður, hafði fylgzt með störf- um verkamanns síns um morguninn. Hann sá, að hann hafði keppzt við þær stundir, sem hann vann, en þess á milli höfðu honum fallizt hendur. Þá var hann að bera saman það, sem unnizt hafði og hitt, sem eftir var. „Sjáðu“, sagði bóndi. „Ég veit, að þú átt vilja. En þig brestur þol“. Svo tók hann upp hæla, sem hann hafði haft meðferðis. Saman gengu þeir um akurinn og skiptu honum í reiti með hælunum. Að því loknu staðnæmdust þeir á einum reitnum. „Virðist þér erfitt dagsverk að brjóta þennan reit?“ spurði bóndi. „Nei, ef ég keppist við, ætti ég að geta lokið honum fyrir kvöldið", svaraði ungi maðurinn og gekk til verks. Á tilskildum tíma hafði hann lokið þeim verkum, sem honum voru falin, hann hélt glaður heim til foreldra sinna, þakklátur þeim húsbónda, sem hafði kennt honum að horfast í augu við verkefni sín án þess að láta hugfallast. Félagið okkar hefur valið sér reit á akri mannlífsins. Verkefni þess er heilsuvernd. Þetta skulum við muna og hlaupa ekki með rekuna okkar yfir á aðra reiti að til-

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.