Heilsuvernd - 01.12.1959, Page 30

Heilsuvernd - 01.12.1959, Page 30
122 HEILSUVERND efnislausu. Höfuðmarkmið félagsins er að fyrirbyggja sjúkdóma með því að efla þekkingu á heilbrigðum Iifn- aðarháttum. Það er utan við okkar verkahring að fetta fingur út í störf þeirra manna, sem vinna að því að bæta þann skaða, sem þegar er orðinn. Aftur á móti er hverjum frjálst að reyna við sjálfan sig í lækningarskyni þær að- ferðir, sem gefið hafa góða raun við að fyrirbyggja sjúk- dóma, og einnig það að leita bata, þar sem vænlegast virð- ist. Lög um skottulækningar eru sett lífi þjóðfélagsþegna til varnar, ekki til þess að læknar sitji einir að atvinnunni. Mörg dæmi eru til um það, að óprúttnir menn hafi haft sjúkdóma annarra að féþúfu, og eru læknar raunar ekki ósekir heldur, en langt og erfitt nám ásamt siðareglum stéttarinnar veitir þar aðhald, sem aðra skorti, ef ekki væru sérstök lög. Hvað sem lærdómshroka eða trúarkredd- um líður, hefur undirritaður bæði heyrt og séð mörg dæmi um athyglisverðan bata, sem orðið hefur fyrir meðalgöngu ólæknisfróðra manna, og hafa aðferðirnar verið með ýmsu móti, trúrænar, spíritistiskar, dáleiðsla, grasalækningar o. fl. Gæti sá árangur bent til þess, að enn séu margar leiðir vísindalega ókannaðar, — er í rauninni augljóst. Skottulækningalögunum hefur verið beitt vægilega hér á landi, og er það til sóma. Stífni stendur oft fyrir fram- förum, og upp úr því, sem sumir nefna skiplagsleysi, vaxa viðir framtíðarinnar. Einnig á þessum vettvangi er meðal- hófið bezt. Sumir óttast náttúrulækningastefnuna vegna þess, að þeim er lítið gefið um kreddur, sem þeim virðast vaða þar uppi. Víst er um það, að skoðanir manna á heilbrigð- ismálum eru oft skringilegar. Þarf stundum ekki lengi að hlusta á hjalið í biðstofu læknis, til að komast að því. Engan þarf að undra, þó að firrur stingi einnig upp koll- inum innan náttúrulækningafélagsins. Getur stundum reynst erfitt og viðkvæmt mál að halda aftur af þeim, sem meira eiga af kappi en forsjá. Slíkir menn vilja stund- um þröngva skoðunum sínum upp á aðra hálfnauðuga, og

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.