Heilsuvernd - 01.12.1959, Síða 33
HEILSUVERNI)
12ö
Misskilningur leiðréttur
Stundum lítur út fyrir, að sumir menn ætli, að rétt
fæðuval út af fyrir sig geti gert einhver krafaverk, og
það jafnvel í skyndi. Ef menn, sem neyta þeirrar fæðu,
sem náttúrulækningastefnan mælir með, verða veikir —
eða jafnvel ofurlítið lasnir — er það undir eins skrifað á
reikning stefnunnar. „Þarna sjáið þið nú hvað mikið er
að marka þessar kenningar." Þannig er hjalað. — En
hugsandi menn ættu þó að geta sagt sér sjálfir, að ekki
er undir eins búið að endurnýja líkama, sem hálfri æv-
inni hefur ef til vill verið varið til að skaða og skemma,
— auðvitað oft óafvitandi. — Sannleikurinn er sá, að hið
venjulega fæði alls almennings — dýrafæðan — er alls
ekki svo eitrað eða óhollt, að þeir, er neyta þess, geti
ekki notið sæmilegrar heilsu svo og svo lengi, — ef þeir
lifa skynsamlega að öðru leyti. Líkaminn er gæddur mik-
illi þolinmæði eða langlundargeði, og reynir hann lengi að
gera gott úr öllu. — En að skuldadögum kemur þó fyr
eða síðar. Um þá fæðu, sem tvímælalaust verður að telja
hollasta, — jurtafæðu, sem er réttilega saman sett — er
það og að segja, að hún er ekki undireins búin að sanna
heilsugildi sitt. Áhrif hennar þurfa sinn tíma til að koma
i Ijós. Þess er og að gæta, að rétt fæðuval er ekki ein-
hlýtt. Heilsuskilyrðin eru mörg og margvísleg. Nægileg
hreyfing, hvild og svefn, réttur hugsunarháttur og göfugt
lífsviðhorf yfirleitt, — allt er þetta nauðsynlegt til þess
að maður fái notið fullrar heilsu og lifað hamingju-
sömu lífi.
Aftur á móti mun það vera reynsla flestra þeirra, sem
lifa á jurtafæðu, að þeir eru fljótir að ná sér eftir veik-
indi, — fljótari en hinir, er lifa á dýrafæðunni. En þess
ber vel að gæta, að jurtafæðan sé réttilega samsett, þ.
e. hafi öll þau efni, er líkaminn þarfnast. Náttúrulækn-
ingastefnan hefur á boðstólum nægilega fræðslu um það,