Heilsuvernd - 01.12.1959, Side 34

Heilsuvernd - 01.12.1959, Side 34
126 HEILSUVERND svo að ekki ætti að þurfa að vera um nein slys að ræða á þeim leiðum, ef menn gera sér far um að kynnast kenn- ingum stefnunnar nægilega nákvæmlega. — Það er ekki kenning náttúrulækningastefnunnar, að dýraætur geti ekki notið sæmilegrar heilsu, heldur hitt, að æskilegast sé að lifa á jurtafæðu fyrir margra hluta sakir, og að þar muni koma, að mannkynið allt hallist á þá sveifina. En sennilega þarf eina eða tvær kynslóðir til þess að sanna til fulls ágæti stefnunnar, og ekki er alltaf mikils að vænta, þó að flúið sé á náðir hennar eins og einhverr- ar þrautalendingar, ef til vill eftir heilsuglöp hálfrar ævi. — En betra er þó oft seint en aldrei. — Grétar Fells. OPNIÐ GLUGGA. Hafið þér sofið við opinn glugga að vetrarlagi? Ef þér hafið ekki gert það, er tímabært að byrja að venja sig á það. Það eykur vellíðan og starfsorku. Ef þér óttist ofkælingu, farið þér gætilega af stað. Hafið gluggann eilítið opinn eða glugga í næsta herbergi og opn- ar dyr á milli. Góður svefn endurnýjar okkur. Og hreint loft í svefn- herberginu er eitt höfuðskilyrðið fyrir djúpum, styrkj- andi, endurnýjandi svefni. Þreyttur heili, þreyttar taugar, þreyttur líkami þarfnast súrefnis. Meðan við sofum hægir lífsstarfsemin á sér. Þetta á þó ekki við um starf húðarinnar. Húðin eykur starf sitt, með- an við sofum. En hún er eitt af mikilvægustu hreinsi- tækjum líkamans. Gegnum 3 milljónir af svitaholum losar líkaminn sig við úrgangs- og eiturefni. Það er því ekki að furða, þótt okkur slái fyrir brjóst, er við komum inn

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.