Heilsuvernd - 01.12.1961, Blaðsíða 15

Heilsuvernd - 01.12.1961, Blaðsíða 15
HKILSliVKHXl) 103 heimilisfólkinu, en ép; hafði prílað uj>p á borðið, komizt í lifrina og var víst langl komin með hana, er að var komið. Það varð ujipi fótur og fit hjá fólkinu, allir héldu, að ég mundi veikjast, en svo varð ekki, ég var bara ekki eins sólgin í lifur fyrst á eftir, e;i þörfin fyrir þau efni, sem lifrin innihélt, hefir þarna sagt til sin, þótt skammt- urinn hefði mátt vera minni og jafnari. Lýsi gat ég aftur á móti aldrei tekið sem barn, þótt oft væri reynt að gefa mér það. Oftsinnis fékk ég skyndilega háan hita og uppköst; seinna var álitið, að það hefði stafað frá bólgnum kirtlum í brjóst- og kviðarholi. Einnig fékk ég svo skæð blöðrubólguköst, að oft var ég með háhljóðum, en sæmileg þess á milli, en sá kvilli eltist alveg af mér. Vegna lystarleysis og líklega þar af leiðandi matvendni fór ég á mis við ýmsar þær fæðutegundir, sem heimilis- fólkið iifði mikið á, svo sem skyrhræring með mjólk og slátri, rúgbrauð og fleira; en rúgbrauð, sem sýrt er á hinn venjulega hátt, hefir ævinlega verkað á mig sem uppsölu- meðal. Allt annað úr rúgi þoli ég vel, og verður gott af. Af þessum sökum varð brauð úr hvítu hveiti minn aðal- brauðmatur, því miður. Flatkökur úr rúgi voru að vísu siundum bakaðar, en þó ekki daglega. Ein var sú fæðutegund, er mig mátli aldrei skorta, það voru kartöflur; ef hörgull varð á þeim, varð ílöngurrn stundum svo sterk, að mig dreymdi fuil föt af kartöflum. Mamma skyidi þessa þörf mína og reyndi ævinlega í lengstu lög að treina þær handa mér, ef ekla á þeim var í aðsigi. Ég er ekki frá þvi, að þessi ágæta fæðutegund hafi emmitt hjáipað mér til að hjara, þrátt fyrir það, að á þeim tímum væri sá háttur hafður á, að sjóða þær alltaf mikið i saltmenguðu valni, sem nær fiaut yfir þær. Hýð- inu voru þær einnig sviptar. Frá því ég var barn, og frameftir öllum aldri, þvinguðu blóðnasir mig ákaflega mikið, og það stundum svo að til

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.