Heilsuvernd - 01.12.1961, Blaðsíða 30
8. LANDSÞIiVG N.L.F.Í.
var háð í húsi Guðspekifélagsins í Reykjavík dagana 20.
og 21. október 1961. Þingið sóttu 23 fulltrúar frá 5 félögum.
Frú Arnheiður Jónsdóttir, varaforseti bandalagsins, sem
gegnt hefir forsetastörfum, síðan forsetinn, Jónas Krist-
jánsson, féll frá, setti þingið föstudaginn 20. okt. kl. 10,30
og minntist látinna félaga. Flutti hún nokkur minningar-
orð um hinn látna forseta, og birtast þau á öðrum stað hér
í heftinu. Þingforsetar voru kosnir Klemens Þórleifsson og
Jón Kristjánsson, þingritarar Steindór Björnsson og Böðvar
Pétursson. Frú Arnheiður Jónsdóttir flutti skýrslu um störf
NLFl síðustu 2 árin, og fer hún hér á eftir:
,,Við fráfall forsetans, Jónasar Kristjánssonar læknis, tók
sæti í stjórninni dóttir hans, frú Guðbjörg Birkis. Þegar
Úlfur Ragnarsson flutti burtu, tók sæti hans í stjórninni
Klemens Þórlelfsson kennari. Frá síðasta Landsþingi 1959
hefir stjórnin haldið 19 fundi.
Verkaskipting stjórnarinnar hefir verið þessi: Ritari
Öskar Jónsson, vararitari Úlfur Ragnarsson og gjaldkeri
Pétur Gunnarsson.
Eins og að undanförnu hafa störf stjórnarinnar fyrst og
fremst verið í sambandi við heilsuhæli félagsins í Hvera-
gerði. Þegar síðasta þing var háð, var framkvæmdum þar
komið, að nýja íbúðarálman hafði verið tekin í notkun og
þó ekki fullgerð. Veturinn eftir var hún standsett til fulln-
ustu og kostaði þá með innbúi um hálfa aðra milljón króna.
Sama vetur (1959—60) var byggt starfsmannahús á lóð
hælisins. Er það einnar hæðar hús úr samskonar efni og
hælisbyggingin, 210 fermetrar og kostaði um hálfa milljón
króna. Eru í því þrettán íbúðarherbergi, auk snyrtiher-
bergja og baðherbergis, eldhúss og geymslu. Það skal tekið
fram, að innréttingu vantar enn sem komið er í eldhúsið, að