Heilsuvernd - 01.12.1961, Blaðsíða 38

Heilsuvernd - 01.12.1961, Blaðsíða 38
HKILSUVERND 126 tannskemmdirnar í héraðinu Loja. Þar var sykurneyzlan einnig mest. (Heimild: Public Health Reports, ágúst 1960. Gefið út. af Heilbrigði'miálaráðu- neyti Bandaríkjanna). „Kraftfæðan“ vinnur á Á síðustu árum hefir neyzla hinnar svonefndu „kraft- fæðu“ farið sívaxandi í Vestur-Evrópu. En með „kraft- fæðu“ er hér átt við mjólkurmat, kjöt og egg. Neyzla ald- ina og grænmetis hefir einnig aukizt, en hinsvegar hefir dregið úr neyzlu á kornmat og kartöflum. Á árunum 1952 til 1954 var fæðumagn orðið álíka mikið og fyrir stríð. Síðan hefir neyzla fitu aukizt stöðugt. Þannig var fita í fæði Þjóðverja á árunum 1950—53 94 grömm að meðaltali á mann á dag en var komin upp í 124 g árið 1958 (í Vestui’- Þýzkalandi). Eggjahvítumagn í fæði hefir litlum breyting- um tekið og er nú 85 g að meðaltali á fæðisdag í Vestur- Evrópu, eða álíka og fyrir stríð. Þjóðverjar borða að meðal- tali 53 kg á mann á ári af kjöti, eða eins og fyrir stríð. En Danir og Frakkar eru taldir mestu kjötætur í Vestur- Evrópu með um 70 kg á mann á ári. 1 Þýzkalandi hefir rúg- mjölsneyzla minnkað um helming síðan árið 1935. Dregið hefir einnig úr kartöfluneyzlu, en hinsvegar fer sykurneyzla sívaxandi. (Hijrpokrates, 1960, 5). Til samanburðar skal þess getið, að samkvæmt rann- sóknum manneldisráðs 1939—40 á 56 íslenzkum heimilum voru í karlmannsfæði 135 g af eggjahvítu í kaupstöðum og 167 g í sveitum, en af fitu 126 g í kaupstöðum og 155 g í sveitum. Sé miðað við heimilisfólkið allt, lækka þessar tölur nokkuð. Nýrri rannsóknir eru ekki fyrir hendi hér á landi.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.