Heilsuvernd - 01.12.1961, Side 25
ingarvegs, þannig að kirtlar mellingarl'a'ranna starfa bel-
ur, og upptaka næringarefna úr þörmum í blóðrásina geng-
ur örar en ella. Ennfremur er vatninu talið það t'l gildis,
að í því er ekkerl matarsalt, og hefir það, eins og kunnugt
er, mikla þýðingu í sambandi við meðferð nýrna- og hjarta-
sjúkdóma. Mikil eftirspurn er eftir þessu valni, svo að
árlega eru flöskur í hundruðþúsundatali sendar lil sjúkl-
inga víðsvegar um heim. Aðrar lindir í Brúckenau inni-
halda mikið járn, og eru því góðar við blóðleysi. Og jiar
er ein kunnasta brennisteinslind Þýzkalands, og í sambandi
við hana brennisteinsvatnsböð og stór sundlaug. Þetta vatn
stuðlar að þvagsýruútskilnaði og er au.k jiess talið draga
úr bólgum í liðagigt. Þessi brunnur, sem var grafinn árið
1906 og er 316 m djúpur, gefur um 700 mínúlulítra vatns.
I Brúckenau eru baðstofnanir í sambandi við lindirnar.
Þar eins og víðar í Þýzkalandi eru móböð mjög um hönd
höfð. Notaður er venjulegur mór, sem stunginn er úr
jörðu — sumstaðar í Evrópu er hann enn notaður til elds-
neytis —, loftþurrkaður eða vélþurrkaður og síðan malaður
og notaður í böð eða heita bakstra, eftir að hann hefir verið
hrærður út í vatni.
Baðstaði slíka sem Brúckenau sækir fólk aðallega eða
eingöngu að sumrinu. Ðvelja þar árlega um eða yfir 10
þúsund aðkomumanna lengur eða skemur sér til heilsu-
bótar og lækninga. Umhverfis lindirnar eru fallegir
skemmtigarðar, og þægileg hljómlist kveður við frá hljóm-
sveitum eða úr hátölurum. Lindirnar eru yfirbyggðar, hin
elzta þeirra í geysistórum sal. Fyrir aðgang að lindunum
greiða dvalargestir ákveðið gjald, sem þarna var 12 mörk
á mánuði.
Þótt efnagreiningar hafi verið gerðar á islenzku ölkeldu-
vatni og hveravatni, er tæplega hægt að draga af þeim
ályktanir um lækningamátt þess. Úr því fæst varla skorið
nema með sérstökum tilraunum, sem mér vitanlega hafa
ekki verið gerðar, þótt vafalaust gaúi það verið ómaksins
vert.