Heilsuvernd - 01.12.1961, Qupperneq 14
Annn Matthínsdóttir:
llcilsuíarsbroyting á
Iciöum náttúrulækn-
inga
Margir hafa sagt við mig, að ég ætti að skrifa um þá
breytingu, sem orðið hefir á heilsu minni siðustu 10—11
árin, og hver orsök þess muni vera.
Þeir, sem hafa beðið mig um þetla, eru aðallega fólk,
er þekkti mig sem veiklað, kirtlaveikt barn, sílasinn, gelgju-
legan ungling, fölleita unga stúlku, sem aldrei vissi, hvort
hún kæmist i skóla eða til vinnu frá degi til dags.
Ekkert ætti að vera mér kærara en að verða við þess-
um tilmælum, ef verða mætti einhverjum til uppörvunar
og hvöt til þess að leita á þeim leiðum, sem svo mjög hafa
hjálpað mér, og jafnvel losað mig undan fargi sjúkdóma,
er voru i þann veginn að gjöra mig óvinnufæra.
Það sem hefir dregið úr mér kjarkinn er bað, að frá-
sögn sem þessi hlýtur alltaf að verða mjög persónuleg,
einskonar sýning á sjálfum sér. Nú þegar ritstjóri Heilsu-
verndar fer þess á leit við mig, að ég segi frá reynslu minni
í þessum efnum, ætla ég að láta skeika að sköpuðu með
mínar presónulegu tilfinningar.
Sem barn var ég mjög kirtlaveik, sem kallað var, fékk
útbrot um allt höfuðið á velrum, en útbrot þessi hurfu
að mestu eða öllu leyti á vorin, þegar blessuð sólin fór
að hækka á lofti og nýmeti, svo sem fiskur. þorskalifur
og fleira varð fáanlegt.
Ennþá er mér í minni atvik, sem kom fyrir eitt vor,
þá mun ég hafa verið mjög ung, líklega 3—4 ára gömul.
Bornir höfðu verið á borð nýir þorskhausar og lifur, handa