Heilsuvernd - 01.12.1961, Blaðsíða 12
Arnheiöur Jónsdóttir:
lYlinningar-
orð
Flutl við selninfíu S. lundsþinfís NM-'Í.
Kæru félagar!
Á þessum tveimur árum, sem liðin eru, síðan síðasta
þing var haldið, hafa komið stór skörð í okkar hóp, og
þó stærsta skarðið við fráfall Jónasar Kristjánssonar, for-
setans okkar, sem dó 3. apríl 1960 í Heilsuhæli Náttúru-
lækningafélagsins. Hans skarð verður aldrei fyllt.
Eins og þingfulltrúum er kunnugt, var Jónas Kristjáns-
son brautryðjandi náttúrulækningastefnunnar á Islandi og
forseti samtakanna frá upphafi.
Síðustu ár ævi sinnar fórnaði hann öllum starfskröft-
um sínum og öllum sínum eigum þessu málefni lil fram-
dráttar, og segja má með réttu, að allt hans starf hafi
verið mannbótastarf. Síðustu árin var starfsemi félagsins
og þá einkum starfsemi heilsuhælisins hans heimur.