Heilsuvernd - 01.12.1961, Side 26

Heilsuvernd - 01.12.1961, Side 26
Þýzkur „krabbameinslæknir“ dæmdur í eins árs fangelsi Dr. med. Josef Issels, sem er 43 ára að aldri, er um þessar mundir einhver þekktasti og mest umtal- aði læknir í Þýzkalandi. Sem að- stoðarlæknir skurðlæknis eins í Diissddorf hafði hann fengið mikla reynslu af meðferð krabbameins og fyllzt áhuga á að geta liðsinnt eitthvað hinum mörgu sjúklingum, sem voru taldir ólæknandi og ekki þótti þýða að leggja undir upp- skurð. Hann kynnti sér aðferðir náttúrulækna, sem hann taldi hér eiga fullan rétt á sér í þá átt að efla almennan viðnámsþrótt líkamans, enda leit hann á krabbame'nið sem vott um almenna hrörnun lík- T' amans, þótt það kæmi fram aðeins i einu líffæri í byrjun. Hollenzkur læknir lagði fram eitt hundrað þúsund mörk og annar Hollendingur 50 þúsund mörk sem styrk til að setja á fót hæli fyrir krabbameinssjúklinga, og tók það til starfa í fylkinu Bayern í Suður-Þýzkalandi árið 1951 undir stjórn dr. Issels. Hefir hann þar stundað um 3000 krabbameins- sjúklinga, flesta talda ólæknandi. Aðferðirnar eru fólgnar í he'lnæmu fæði og öðrum heilnæmum iífsvenjum, svo og lyfjanotkun, og marga sjúklinga hefir hann sent til upp- skurðar. Og hann hafði áformað að setja upp skurðlækn- ingadeild í hælinu. Hann teiur sig hafa læknað marga sjúk- linga sinna, þar á meðal yfir 40, sem af öðrum læknum höfðu verið úrskurðaðir ólæknandi. Árið 1960 var dr. Issels kærður og honum gefið að sök: 1) Að hafa orðið valdur að dauða fjögra nafngreindra sjúklinga, eða a. m. k. stytt lif þeirra, með því að taka

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.