Heilsuvernd - 01.10.1963, Síða 9

Heilsuvernd - 01.10.1963, Síða 9
skólanna hæpinn, aðallega vegna þess hve tala nemenda, sem reykja daglega eða meira en 30 sígarettur á mánuði, er lág, lægri en svo, að af þeim verði dregnar ahnennar ályktanir. Veldur þá tilviljun miklu um niðurstöðurnar, eins og bersýnilegt er á því, að í hópi 13 ára nemenda, sem reykja daglega, eru 10 piltar en 12 stúlkur. Tafla II sýnir niðurstöður könnunarinnar eftir skólum. Eru þær na sta ólíkar, þannig að hundraðstala reykjandi barna er frá 3.0 upp í 24.1 hjá drengjum og frá 0 upp i 7.4 hjá stúlkum. Sá skóli, sem hæsta hefir hundraðstölu, er hinn næstfámennasti (skóli E), og þar eru aðeins 10 og 11 ára bekkir. Og af 25 nemendum, sem telja sig reykja í þessum skóla, eru 17 i 10 ára bekk, en aðeins 8 í II ára bekk. Af þessum 17 í 10 ára bekk eru 12, sem gefa ekki upp. hve margar sígarettur þeir reykja, og mætti því ætla, að þar væri oftast um fikt að ræða, sem næði ekki einu sinni 1 sígarettu á mánuði. Ef reykingar barna i dálkinum „Otilgreint“ eru flokkaðar undir fikt, lækkar tala reykjandi barna verulega, en mistnikið eftir skólum. Hundraðstölurnar í töflu I líla þá þannig úl: Piltar Stúlkur 10 ára . . . . 7.1 2.0 11 — .... . . 10.9 2.0 12 - . . . . . . 13.3 4.4 Meðaltal 10.6 2.8 I skóla J reykir engin stúlka af 193. Þetta er æðl grunsamlegt. Þó er vart hugsanlegt, að um nokkur saintök ltafi verið að ræða innan bekkja, og því síður á ntilli bekkjardeilda, þar sem könnunin á að hafa komið börnunum að óvörum og svörin skrifuð undir eftirliti kenrtara. Það sem greint er hér að fratnan, bendir til þess, að eitthvað kunni að hafa verið bogið við framtöl barnanna, ýmist of eða van. Eigi að síður gefur könnun þessi nokkra bendingu um tíðleika reykinga meðal skólabarna. Ekki er mikið að græða á upplýsingum barnanna um tölu reykj- andi bekkjarsystkina sinna. Oftast eru þær tölur mun lægri en þær, sem fram koma af eigin svörum barnanna. I KILSUVERND 129

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.