Heilsuvernd - 01.10.1963, Side 11

Heilsuvernd - 01.10.1963, Side 11
stjórinn var tregur til að verða við beiðni Daníels og sagði: „Eg er hræddur um, að minn herra konungurinn, sem tiltekið hefir mat yðar og drykk, sjái yður fölari í bragði en aðra sveina á yðar aldri, og verðið þér svo þess valdandi, að eg fyrirgjöri lífi mínu við kon- unginn. Þá sagði Daníel við tilsjónarmanninn, er hirðstjórinn hafði sett yfir þá Daníel. Gjör tilraun við oss þjóna þína í tíu daga, og lát gefa oss kálmeti að eta og vatn að drekka. Skoða síðan yfirbragð vort og yfirbragð sveina þeirra, er eta við konungsborð, og gjör því næst við oss eftir því, sem þér þá lízt á oss. Og hann veitti þeim hón þessa og gjörði tilraun við þá í tíu daga. Og að tíu dögum liðnum reyndust þeir fegurri ásýndum og feitari á hold en allir sveinarnir, sem átu við konungsborð. Og þessum fjórum sveinum gaf Guð kunn- áttu og skilning á allskonar rit og vísindi. En Daníel kunni og skyn á allskonar vitrunum og draumum. Og er liðinn var sá tími, er kon- ungur hafði tiltekið, að þá skyldi leiða á sinn fund, þá leiddi hirð- stjórinn þá fyrir Nebúkadnezar. Og konungur átti tal við þá, en eigi fannst neinn af þeim öllum slíkur sem þeir Daníel. Og gengu þeir í þjónustu konungs. Og í öllum hlutum, sem viturleik og skilning þurfti við að hafa og konungur spurði þá um, reyndust þeir tíu sinn- um fremri en allir spásagnarmenn og særingamenn í öllu ríki hans.“ Mesta kaffincyzluþjóðin Islenzkt dagblað hefir nýlega skýrt svo frá, að íslendingar drekki meira kaffi en nokkur önnur þjóð í heimi. Kaffineyzla þeirra nemur 12.4 kílógrömmum á ári á hvert mannsbarn í landinu eða rúmu kíló- grammi á mánuði. Næstir koma Svíar með 12.2 kg, Danir með 10.7 kg, Finnar með 9.5 kg og Norðmenn með 9.4 kg. Að meðaltali munu koma um 200 bollar af kaffi úr hverju kaffi- kílógrammi. Dagleg neyzla nemur því að meðaltali um 7 bollum á hvert mannsbarn í landinu eða um 14 bollum á hvern landsmann, sem kaffi drekkur, sé gert ráð fyrir, að helmingur landsmanna drekki ekki kaffi. HEILSUVERND 131

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.