Heilsuvernd - 01.10.1963, Blaðsíða 14

Heilsuvernd - 01.10.1963, Blaðsíða 14
Hár blóðþrýstíngnr og fösÉur Hér fer á eftir yfirlit um árangur af meðferð sjúklinga með háan blóðþrýsting, sem dvalið höfðu í heilsuhæli dr. Buchingers í Uber- lingen í Þýzkalandi umliðin 4 ár. Sjúklingarnir voru 84 að tölu, 45 karlar og 39 konur, á aldrinum 30—75 ára. Var miðað við blóð- þrýsting yfir 170 mm hjá hinum yngri og yfir 200 mm hjá hinum eldri, þegar meðferðin í hælinu hófst. Hár blóðþrýstingur er oft afleiðing af sérstökum sjúkdómum, svo sem sjúkdómum í nýrum, hjarta, heila, skjaldkirtli og nýrnahettum. Hjá 80—90% sjúklinga með háan blóðþrýsting er þó ekki vitað um neina slíka sjúkdóma. í umræddri athugun var öllum þeim sjúkl- ingum sleppt, sem ofangreindir sjúkdómar fundust hjá. Af öllum sjúklingum í hælinu voru 80% of feitir, en meðal sjúkl- inganna með háan blóðþrýsting var offita enn tíðari, eða um 90% . Bendir það til þess, að offita sé ein af orsökum hins háa blóðþrýst- ings. Meðferð sjúklinganna var aðallega í því fólgin, að þeir voru látn- ir fasta. Daginn áður en fastan hófst, fengu þeir ný aldin og voru látnir taka inn glaubersalt í því skyni að koma af stað hægðum. Meðan á föstunni stóð, var þeim sett stólpípa þrisvar í viku. Föstudrykkirnir voru jurtate, grænmetisseyði, ferskur aldinsafi og ölkelduvatn. Þá voru notuð böð, nudd, m. a. vatnsnudd, leikfim- is- og öndunaræfingar, en venjuleg blóðþrýstingslyf voru alls ekki gefin. Lengd föstunnar var 2 til 3 vikur. Sjúklingarnir léttust að sjálfsögðu, meðan á föstunni stóð, ört fyrstu dagana, síðan hægar, karlar örar en konur. En jafnframt lækk- aði blóðþrýstingurinn, hjá flestum þegar frá upphafi föstunnar. Hjá sumum sjúklingunum fór blóðþrýstingur þó ekki að lækka fyrr en á 134 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.