Heilsuvernd - 01.10.1963, Qupperneq 17

Heilsuvernd - 01.10.1963, Qupperneq 17
Taimáta óþekkt Hér í ritinu hefir nýlega og oftsinnis áður verið skýrt frá rann- sóknum á tönnum frumstæðra þjóðflokka, þar sem tannskemmdir eru svo að segja óþekktar, meðan íbúarnir halda fornum matarvenj- um. En með innflutningi matvæla frá menningarþjóðunum taka tennur þeirra að skemmast hröðum skrefum. 1 íslenzku dagblaði hefir fyrir skemmstu verið frá því sagt, að tannlæknir að nafni dr. David Barnes, forstöðumaður deildar í heil- brigðismálaráðuneyti áströlsku Nýju Gíneu, hafi nýlega skoðað íbúa í þorpi strákofa á bökkum krókódílafljótsins Sepiks. Þorpið heit:r Angoram, og búa þar aðeins 110 manns, mjög frumstæðir í háttum. Þeir lifa á grjónum, rótum, f:sk:, krókódílum og snákum. Dr. Barnes hefir í átta ár rannsakað tennur og tannsjúkdóma í Nýju Gíneu, og hlaut hann á yfirstandandi ári doktorsnafnbót við háskól- ann í Queensland fyrir þær rannsóknir. Hjá íbúum Angoramþorps fann dr. Barnes engar tannskemmdir. Þeir hafa allar tennur heilar fram á elliár. Fréttinni lýkur með því, að dr. Barnes liafi getið sér þess til, að efni eins og kóbalt og molybdenum kunni að valda því, að tannáta þekkist ekki í Angoram. Það er nú svo komið, að fólk með heilar tennur finnst varla nema i afkimum veraldar meðal villira eða hálfvilltra þjóðflokka, sem menningin hefir enn ekki náð til. Því miður er þess ekki getið, hvern- ig heilsu Angorambúa sé farið. En reynslan hefir margsýnt og sann- að, að á sama hált og augað er talið spegill sálarinnar, þannig má líta á tennurnar sem spegil heilsunnar. Læknum, sem starfað hafa meðal frumstæðra þjóða, ber saman um það, að meðan þær halda fornum venjum um lífshætti, eru þær að mestu lausar við þá sjúkdóma, sem algengastir eru hjá menningar- þjóðum, þótt víða séu mikil brögð að óþrifnaðarsjúkdómum, er II EILSIJVERND 1.17

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.