Heilsuvernd - 01.10.1963, Blaðsíða 20

Heilsuvernd - 01.10.1963, Blaðsíða 20
Grasaferð NLFR 1963 Laugardaginn 27. júlí kl. 8 að morgni lögðu 3 fjallabílar, með nær 40 manna hóp, af stað í grasaferð á vegum Náttúrulækn'nga- félags Reykjavíkur. Undirbúningur og fararstjórn var aðallega í höndum frú Svövu Fells, formanns NLFR, en hjálpar naut hún hjá góðum ferðafélög- um. Að þessu sinni var ferðinni heitið inn á Arnarvatnsheiði. Lrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fararstjórans fengust ekki öruggar upplýsingar um góð grasalönd, eða annað viðvíkjandi þessu öræfa- ferðalagi, og mætti því kalla þetta grasa- og landkönnunarferð. Enginn í hópnuin hafði farið þessa leið áður, og þótti flestum fýsilegt að kanna ókunna stigu. Oryggi fannst mörgum að því, að bæði læknir og hjúkrunarkona voru þátttakendur í þessu ferðalagi. Ekki létu menn það bíta úr sér bakfiskinn, þótt vonskuveður hefði geysað um þessar slóðir nær vikutíma, heldur stælli það þá til átaka með góðum ferðaúibúnaði. Það stóð líka þannig á, að leiðangur var þessa dagana að leita að gamalli konu, sem hafði lagt á he'ðina ríð- andi en ekki komið til byggða, er áætlað var. Þegar lagt var af stað frá Reykjavík, var veðrið ekki sem bezt, dumbungsveður og rigning. Áður en lagt var á Kaldadal, var beðið nokkra stund á Þingvöllum eftir ferðafélögum frá Hveragerði, en einn bíllinn hafði farið á undan til að sækja þá. Vegurinn yfir Kaldadal var prýðilegur, en dimmviðri huldi fjallasýn. Þegar við nálguðumst Rorgarfjörðinn, breyttist bæði veður og útsýni, litirnir tóku að skýrast, þar til öll náttúran ljómaði af sólskini og geisladýrð. Er að Húsafelli kom, var snæddur hádegisverður og hvílzt um stund. Þegar við héldum af stað frá Húsafelli, mættum við leitar- flokkunum með gömlu konuna, sem áður var getið, og hestinn henn- ar. Glöddumst við af hjarta yfir ]>ví, að leitin skyldi bera árangur. 140 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.