Heilsuvernd - 01.10.1963, Síða 21

Heilsuvernd - 01.10.1963, Síða 21
Nú segir lítið af ferðum okkar, þar til við komum að svonefndum Þorvaldshálsi. Þar stóðu bílarnir oft alveg upp á endann, og kusu margir að ganga; bæði var veðrið gott og heiðin heillaði, og einnig var golt að létta á bílunum. Þorvaldsháls — ég vona að ég fari rétt með nafnið — er sagður versti vegur á Islandi, sem bílum er þrælað yfir. Nú fór okkur líka að skiljast, að það var ekki að ástæðulausu, að nær ógerlegt var að fá bíla í þetta ferðalag. Bílstjórarnir okkar voru ungir menn, áttu sjálfir bílana og höfðu byggt yfir þá. Þeir voru mjög aðgætnir, duglegir og þolinmóðir, hvort sem yfir var að fara hraunfláka eða ár, og heyrðist aldrei frá þeim æðruorð. Eg fór að trúa á það, sem haft er eftir útlendingum, sem hér hafa ferðazt, að íslenzkir langferðabílstjórar myndu vera með þeim beztu í heimi. Eftir um það bil 11 klukkustunda ferðalag var ákveðið að halda ekki lengra inn á heiðina, heldur tjalda við Ulfsvatn, sem líklega telst til Tvídægru, en að vísu kalla flestir allt þetta svæði Arnarvatnsheiði. Er menn höfðu tjaldað og fengið sér hressingu, fóru margir í grasaleit, en þá tók að rigna, svo að lítið varð úr grasatínslu um kvöldið. Næsta morgun var farið snemma á fætur, því að veður var gott, og pokarnir hafnir á loft. Grös voru sæmileg, þótt ekki væru þau eins mikil og þeir bjartsýnustu höfðu gert sér vonir um. Þó held ég, að allir hafi grasað sæmilega og sumir vel. Upp úr hádegi fóru menn að týgja sig til heimferðar. Staðnæmzt var við Surtshelli í bakaleiðinni. í grennd við Kalmanstungu var hvílzt undir yndislegri skógivaxinni fjallshlíð á árbakka. Þar bauð forstjóri Heilsuhælis NLFl öllum hópnum upp á ávaxtagraut og mjólk og hin ágætu brauð frá heilsuhælinu. Var það með þökkum þegið. Að loknu matarhléi var haldið áfrarn viðstöðulaust, þar til komið var til Þingvalla. Þar var staðið við um hríð og síðan haldið beint til Reykjavíkur. Okkur fannst öll ferðin heim ganga miklu fljótar, eins og oft vill verða, erula hílstjórarnir kunnugri leiðinni og gátu því farið hraðar. Heim var komið um miðnætti. Virtust allir glaðir og ánægðir yfir vel heppnaðri ferð. Anna MaUhíasdóttir. H EILSUVERND 141

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.