Heilsuvernd - 01.10.1963, Side 22

Heilsuvernd - 01.10.1963, Side 22
Uppskriftir frá matreiðslunámskeiði NLFR haustið 1962 Gulrótasalat Jöfn hlutföll af rifnum gulrótum (eða gulrófum), seljurót og epl- um. Öllu blandað í rjóma og brytjuðum rúsínum stráð yfir. Rauðrófubulí 400—500 g soðnar rauðrófur, 2 matsk. heilhveiti, 1 tesk. sykur, 100 g smjörlíki, 1 laukur, 1 dl mjólk. Soðnar rauðrófurnar eru afhýddar og skornar í sneiðar, ekki of þunnar. Sykrinum blandað saman við heilhveitið og rauðrófusneið- unum velt upp úr því og steiktar Ijósbrúnar á báðum hliðum. Lauk- urinn skorinn í sneiðar, brúnaður og settur yfir buffið. Mjólkinni hellt á pönnuna og soðin saman við fituna. Sósunni hellt yfir buffið. Borið fram með hrærðum kartöflum og grænum baunum. Snittubaunabúðingur % 1 soðnar snittubaunir, 1 dl rjómi, 1 dl brauðrúst, 3 egg, f/o dl brætt smjörlíki. Brauðrústin er lögð um stund í bleyti í rjómanum. Baunirnar hakkaðar og blandaðar brauðrúst og rjóma. Eggin þeytt og blandað sarnan við ásamt bræddu smjörlíkinu. Jafningnum hellt í smurt, eld- fast mót og bakaður í ofni. Borinn fram með steinseljusmjöri eða sósu ásamt soðnurn kartöflum og grænmetissalati. Brúnkaka 500 g heilhveiti, 250 g smjörlíki, 250 g púðursykur, 3 egg, 2^2 dl mjólk, 100 g rúsínur, 1 tesk. sódaduft, 1 tesk. allrahanda, ^/2 tesk- negull, 1 tesk. kanell, 1 tesk. kardímommur, 50 g súkkat. Smjörlikið er linað og hrært með sykrinum. Eggjarauðurnar 142 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.