Heilsuvernd - 01.06.1972, Blaðsíða 8

Heilsuvernd - 01.06.1972, Blaðsíða 8
Sinadrættir Sinadrættir geta komið skyndilega og að tilefnislausu og vakið menn af værum svefni, eða þá við áreynslu, svo sem á sundi, og er þá hætta á ferðum, þar eð manni kann að fatast sundið. Sumir eiga vanda til sinadrátta, aðallega í kálfavöðvum, sem verða grjót- harðir og sárir. En sinadrátturinn er fólginn í því, að vöðvinn dregur sig saman í harðan hnút. Komi þetta fyrir á sundi, gefa sumir það ráð, að glenna af alefli sundur fingur beggja handa. Sinadrættir fylgja stundum sumum sjúkdómum, svo sem ýmis- konar eitrunum, vatnsmissi úr líkamanum vegna mikils niður- gangs, áfengis- og tóbaksneyzlu, lækkun blóðsykurs, t.d. vegna of mikillar insúlíngjafar við sykursýki, lækkun kalks í blóði og taugaveiklun. Þeir koma líka stundum á síðari hluta meðgöngu- tíma. Ennfremur eftir mikla áreynslu, svo sem fjallgöngur og tennisspil. Sinadrættir í kálfa koma gjarnan síðari hluta nætur, þegar fólk fer að losa svefn. Athuganir hafa leitt í Ijós, að þegar hinn sofandi maður teygir úr fótunum í öklaliðum, vill sú hreyfing framkalla sinadrátt í kálfum, en einmitt kálfavöðvarnir eru að verki við slíka teygingu, og sinadrátturinin kemur fram við það að vöðvinn slakar ekki á aftur, en helzt samandreginn, án þess við verði ráðið. Stundum er það þó ekki allur vöðvinn, sem á þarna hlut að máli, heldur aðeins nokkur vöðvaknippi hans. Samdrátt- urinn getur verið svo heiftugur, að sumir vöðvaþræðir slitni, og haldast þá verkir og eymsli í kálfanum um lengri tíma á eftir. Þetta getur komið fyrir aðra vöðva á fótleggnum, t.d. vöðvana, sem lyfta fætinum upp í öklalið eða þá, sem stjórna hreyfingum tánna. 72 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.