Heilsuvernd - 01.06.1972, Blaðsíða 14
settar 4.500 trjáplöntur. Laugardaginn 26. júní var efnt til grasa-
ferðar í Landmannaafrétt, og voru þátttakendur 16. Fararstjórar
voru Árni Ásbjarnarson og Eggert Kristinsson, en Sæmundur Guð-
mundsson skólastjóri hafði gert uppdrátt af grasalandinu. Varð
grasafengur mikill og góður. Hafa gróðursetningarför og grasa-
ferð áður verið gerð skil hér í ritinu.
Form. skýrði frá því, að nú hefði NLFl tekið við rekstri mat-
stofunnar samkvæmt ákvörðun síðasta landsþings. Hækkandi
verðlag og verðstöðvun hefðu valdið tapi á rekstri hennar. ,,En
eitt vil eg undirstrika alveg sérstaklega," sagði formaður, „að
þótt NLFÍ hafi tekið reksturinn í sínar hendur, þá hefir sú breyt-
ing ekki leyst okkur í þessu félagi undan þeim skyldum að styðja
og styrkja starfsemi matstofunnar og framgang á allan hugsan-
legan hátt.“
Formaður skýrði svo frá, að í svokölluðum „veitingasjóði" væru
nú kr. 7.731,70. Tekjur sjóðsins væru greiðslur fundarmanna fyrir
veitingar frambornar á félagsfundum, en efnið í þær og alla vinnu
hafa félagskonur lagt fram. Úr sjóðnum hafa verið greiddar aug-
lýsingar fyrir matstofuna að upphæð kr. 11.244,00 og fyrir dúka,
áhöld o.fl. kr. 5.969,70.
Formaður þakkaði þeim, sem verið hefðu hjálparhellur félags-
ins og matstofunnar, sérstaklega þeim Árna Ásbjamarsyni, Páli
Sigurgeirssyni og ráðskonum og starfsliði matstofunnar, svo og
samstarfsmönnum sínum í stjórn NLFR. Hún sagði að lokum:
„Að síðustu er það ósk mín, að við hvert um sig tökum til at-
hugunar, hvernig við getum skilað framtíðinni betri heimi. Takist
okkur að lifa göfugu lífi með heilsusamlegum lífsvenjum öðrum til
eftirbreytni, leggjum við heillafræ í akur framtíðarinnar. Megi
hamingjan vera okkur hliðholl í þeirri viðleitni.“
Gjaldkeri félagsins/Njáll Þórarinsson, las reikninga félagssjóðs,
og í fjarveru Árna Ásbjarnarsonar las Páll Sigurgeirsson reikn-
inga matstofunnar. Birtast þessir reikningar á öðrum stað hér
í heftinu.
Nokkrar umræður urðu um reikninga, sem síðan voru sam-
þykktir.
Þá var gengið til kosninga. Úr stjórn áttu að ganga Anna Matt-
78
HEILSUVERND