Heilsuvernd - 01.06.1972, Blaðsíða 11

Heilsuvernd - 01.06.1972, Blaðsíða 11
Óánægöir eiginmenn Ósamkomulag í sambúð hjóna á sér hinar margvíslegustu or- sakir. Stundum verður smávægilegur ágreiningur eða lítilf jörlegar aðfinnslur að skilnaðarsök, og sannast þar hið fornkveðna, að „oft veltir lítil þúfa þungu hlassi“. Hér verða taldar nokkrar algengar aðfinnslur eiginmannsins á hendur konunni. En á það skal bent strax, að enda þótt þær kunni að hafa við rök að styðjast, mundi skilningsríkur eiginmaður gera sér ljósar málsbætur konunnar, og ekki taka hart á yfirsjónum, sem geta verið óviðráðanlegar. Það skiptir líka miklu máli, hvernig aðfinnslurnar eru settar fram, og það getur ráðið úrslitum um það, hvort hægt er að bæta úr vanköntunum. 1. „Konan mín býr ekki til eins góðan mat og móðir mín“. Þetta kann að vera rétt, en getur líka stafað af vanafestu eiginmannsins. 2. „Konan mín heldur sér ekki nógu mikið til“. í mörgum til- fellum er hér um misskilning og hótfyndni að ræða. Hinsvegar er það svo, að í tilhugalífi sjá ungir menn tilvonandi eiginkonur sínar máske sjaldan nema prúðbúnar og verða fyrir vonbrigðum, þegar þær birtast þeim ósnyrtar og í hversdagsklæðum. Hitt er svo annað mál, að sumar konur ganga subbulega til fara við hús- verk, sem er alger óþarfi og getur verkað óþægilega á eiginmann- inn. 3. „Kona mín er of forvitin". Það er næsta eðlilegt, að eigin- konan vilji fylgjast með störfum manns síns, fjármálum hans og einkamálum, og honum ber skylda til að fullnægja þeim óskum hennar, og ætti að vera það ljúft. Hafi hann eitthvað að fela, er það illa farið og eðlilegt, að það verki ekki vel á konuna. 4. „Kona mín er köld“. Slíkt getur átt sér margar orsakir, sem stundum liggja hjá eiginmanninum sjálfum. Geti hjónin ekki bætt HEILSUVERND 75

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.