Heilsuvernd - 01.06.1972, Blaðsíða 9
Ráð við sinadrætti
Sumum gefst það vel að spyrna þétt í fótagafl rúmsins eða
stíga fram á gólf, eða þá að reyna að rétta gætilega úr fætinum,
ennfremur að kreppa hnéð og reyna með höndunum að koma
fætinum í eðlilega stellingu. Þá má reyna að nudda kálfann með
heitum höndum, ekki með köldum höndum,því að það mundi gera
illt verra. Heitur bakstur eða heitt fótabað dregur líka úr vöðva-
krampanum, og slík böð eru tilvalin til að draga úr sinadráttum
hjá þeim, sem eiga vanda til þessara hvimleiðu næturtruflana.
(Lauslega þýtt úr grein eftir W. Schweigenheimer lækni
í I)er Deutsche Bailebetrieb.)
Fót- og tiandkuldi
Fótkuldi er merki þess, að starfsemi líkamans sé í einhverju
áfátt. Hann er tíðari hjá konum en körlum. Honum fylgir van-
líðan, m.a. svefnleysi, því að fólk á erfitt með að sofna með kalda
fætur, og það geta liðið margar klukkustundir, unz fæturnir hafa
hitnað, þótt sængurföt séu óaðfinnanleg og nægur hiti í svefn-
herberginu.
Orsakir
Þær geta verið margar. Meðal þeirra má telja þrönga skó eða
þröng sokkabönd. Ennfremur æðasjúkdóma í fótleggjum, svo sem
æðuhnúta, eða þá hjartasjúkdóma. Sé hjartað veiklað eða blóð-
þrýstingur lágur, verður blóðrásin hægari en ella, ekki hvað sízt
í fótaæðunum, og megnar blóðið þá ekki að flytja fótunum nægan
hita. Sama skeður, ef æðar fótanna þrengjast eða bila og hætta
að geta flutt blóðið með eðlilegum hætti. í æðakölkun þrengjast
slagæðamar og missa þanþol sitt, og í æðahnútum er um að ræða
víkkun á bláæðunum, sem flytja blóðið upp til hjartans; æða-
HEILSUVERND
73