Heilsuvernd - 01.06.1972, Blaðsíða 18

Heilsuvernd - 01.06.1972, Blaðsíða 18
Aðalffuncflup Pöntunarfélags NLFR Aðalfundur Pöntunarfélags Náttúrulækningafélags Reykjavíkur var haldinn í matstofu NLFR föstudaginn 5. maí 1972. Formaður félagsins, Hafsteinn Guðmundsson prentsmiðjustjóri setti fund- inn og tilnefndi sem fundarstjóra Marinó L. Stefánsson kennara og sem fundarritara Friðgeir Ingimundarson bókhaldara. í skýrslu formanns komu m.a. fram ýmsar upplýsingar um rekstur búðarinnar að Sólheimum 35, og enda þótt tap hefði orðið á henni fram að þessu, vonaðist hann til, að útkoman yrði betri á yfirstandandi ári. Á síðastliðnu sumri voru þeir Eggert V. Kristinsson og Eiður Sigurðsson sendir utan til að afla nýrra viðskiptasambanda fyrir félagið og auka þar með vöruval búð- anna. Ný brauðgerð hefir verið sett upp að Kleppsvegi 152, en gamla brauðgerðin að Hverfisgötu 39 seld. Ásbjörn Magnússon verzlunarstjóri las reikninga félagsins. Heildarvörusala án söluskatts var 16,8 milljónir króna og rekstrar- halli um 140 þús. krónur. Að loknum umræðum um skýrslu og reikninga voru þeir samþykktir. Úr stjórn átti að ganga Hafsteinn Guðmundsson, og var hann endurkjörinn til þriggja ára. í varastjórn var endurkosin Anna Matthíasdóttir til tveggja ára. Endurskoðandi var endurkosinn Eiður Sigurðsson til tveggja ára. Hinn aðalendurskoðandi er Hilm- ar J. Norðf jörð. Stjórn félagsins skipa nú: Árni Ásbjarnarson, Ásta Jónasdóttir, Hafsteinn Guðmundsson og Zóphónías Pétursson, kosnir af fé- lagsfundum, og Marinó L. Stefánsson, tilnefndur af stjórn NLFR í stað Eggerts Kristinssonar, eins og skýrt er frá á öðrum stað hér í heftinu. Varastjórn: Anna Matthíasdóttir, Friðgeir Ingi- mundarson og Hörður Friðþjófsson tilnefndur af stjórn NLFR. 82 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.