Heilsuvernd - 01.06.1972, Blaðsíða 21

Heilsuvernd - 01.06.1972, Blaðsíða 21
PÁLlNA R. KJARTANSDÓTTIR HÚSMÆÐRAKENNARI Uppskriftir Hreðkusalat 10—12 hreðkur 100 g blómkál 100 g sellerí Rifinn laukur Olíusósa (mayonesi) eða sítrónusafi Hreðkur, blómkál og sellerí er rifið fremur gróft. Ef vill er rifinn eða fínt saxaður laukur settur saman við og þessu öllu blandað saman við olíusósu eða sítrónusafa ásamt púðursykri, og matarolíu hellt yfir salatið. Selleríkarbónaði 250 g soðið sellerí 250 g soðnar kartöflur 50 g brauðmylsna 1—2 egg Eto-jurtakraftur Sellerí og kartöflur er sett gegnum söxunarkvörn, hrært með eggi og brauðmylsnu og bragðbætt með Eto. Mótaðar karbónaði- kökur, þeim velt upp úr eggjahvítu og brauðmylsnu og steiktar. Bornar fram með grænmeti. HEILSUVERND 85

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.