Heilsuvernd - 01.06.1972, Blaðsíða 19
NIELS BUSK GARÐYRKJUSTJÓRI
Hvernig á að
útrýma sníglum?
Ekki þarf að lýsa því fyrir þeim, er við garðyrkju fást, hvílík
plága sníglar eru í grænmeti og trjágróðri og þvílík hörmung
það er að sjá fallegt kál, hreðkur, salat og annan blómlegan
gróður sundurétinn og eyðilagðan af þessum sníkjudýrum. Flestir
munu grípa til þess einfalda ráðs að kaupa sníglaeitur og dreifa
því yfir jurtirnar. En gallinn er bara sá, eitrið er ekki aðeins
hættulegt sníglunum, heldur einnig þeim, sem leggja sér græn-
metið til munns. Annað ráð er það að fara snemma á fætur og
tína sníglana af jurtablöðunum, áður en þeir skríða af þeim í
morgunsárið. En fæstir mundu hafa þolinmæði eða tíma til slíkr-
ar iðju, þegar mikið er af þessum ófögnuði.
En þá má benda á gamalt ráð, og þar sannast hið fornkveðna,
að „illt skal með illu út reka“. Þegar tunglið gengur gegnum
stjömumerki krabbans, er tímgunarmáttur sníglanna mestur.
Á þessu tímabili er safnað saman 50 til 100 sníglum, þeir settir
í glerkrukku, sem fyllt er með regnvatni, lok skrúfað á krukkuna
og hún látin standa, unz tunglið gengur næst inn í krabbamerkið.
Þá er innihaldi krukkunnar blandað saman við 50 lítra af vatni
og þessu úðað yfir gróðurinn og moldina. Þetta má svo endur-
taka, ef þörf gerist. Skýringin er talin sú, að á þessu tímabili gefi
sníglarnir frá sér efni, sem fer út í vatnið og fælir aðra snígla á
brott, og sé þetta endurtekið tvisvar til þrisvar á sumri, haldast
áhrifin næstu tvö til þrjú ár. Önnur aðferð er fólgin í því, að
sníglunum er safnað daginn áður en tunglið gengur inn í krabba-
merkið, sjóðandi vatni hellt yfir þá, látið standa í sólarhring og
Framhald á bls. 76
HEILSUVERND
83