Heilsuvernd - 01.06.1972, Blaðsíða 22

Heilsuvernd - 01.06.1972, Blaðsíða 22
Á víð og dreiff Tofranil Tofranil, einnig kallað Imipram- in, hefir um árabil verið notað i sumum taugaveiklunarsjúkdómum. Vitað er, að það hefir ýmsar óþægi- legar aukaverkanir, svo sem melt- ingartruflanir o.fl. Nú er kominn upp grunur um, að það geti valdið vansköpun hjá börnum, og fram- leiðendur lyfsins hafa varað við að gefa það þunguðum konum. (Úr Hálsa) Reykingar læknishjóna Árið 1968 voru fjögur þúsund eiginkonur lækna í New York-fylki í Bandaríkjunum spurðar um reyk- ingavenjur þeirra og eiginmanna þeirra. Athugun þessi leiddi i ljós, að 36% kvennanna reyktu, en að- eins 24% læknanna. Hinsvegar reyktu konurnar minna, eða að meðaltali 15 sígarettur á dag, en læknarnir 19. Tala þeirra hjóna, sem reyktu bæði eða voru bæði i bindindi á tóbak, var hlutfallslega há, og sama máli gegndi um hjón, sem voru hætt að reykja. (The Practitioner) Vannæring’ orsök ofdrykkju Margt bendir til þess, að skortur fjörefna og steinefna í fæði vegna mikillar neyzlu sykurs og hvítrar mjölvöru geti átt sök á löngun í áfenga drykki. Tilraunir á rottum hafa verið gerðar, fólgnar í því, að fyrir þær var sett venjulegt drykkj- arvatn og 10% áfengi. Sumar rott- urnar fengu fóður auðugt að öllum venjulegum næringarefnum. Öðr- um var gefið efnasnautt fóður, og þær drukku fimm sinnum meira af áfenga drykknum en hinar rott- urnar. (I.et’s f.ive) Móðurmjólkin be/.t „Brjóstamjólkin er sú fæða, sem ungbörnum er ætluð.og það ætti að brýna það fyrir mæðrum, að hafa börn sín á brjósti að minnsta kosti fyrstu sex mánuðina", segir í nýrri útgáfu af enskri bók um fæðingar- hjálp. (The Practitioner) Sjúkt mannkyn Þeirri spurningu hefir verið varp- að fram, hvort menn telji heil- brigði raunverulega eftirsóknar- verða. Menn draga yfir sig sjúk- dóma vitandi vits með daglegum lífsvenjum sínum. Meðal þeirra má telja sígarettureykingar, ofát, of- drykkju, skort á hreyfingu, neyzlu óleyfilegra lyfja og læknislyfja, heila hersingu óþarfra lækninga- aðgerða og vaxandi óhollustu úr umhverfinu. Þar við bætast skað- leg áhrif agaleysis, lífsleiði, eftir- læti við sjálfan sig, eigingirni og sjálfselska, óhóf, afturhvarf frá hlutdeild i bróðurlegu félagslífi og tilhneiging til skemmdarverka í þeim tilgangi einum að valda eyði- leggingu. Allt þetta og margt fleira, sýkir óhjákvæmilega líkama og sál. (The Practitioner) 86 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.