Heilsuvernd - 01.06.1972, Blaðsíða 15
híasdóttir, Björn L. Jónsson og Njáll Þórarinsson. Anna og Njáll
lýstu því yfir, að þau gæfu ekki kost á sér í stjórn áfram. Fram
komu 5 uppástungur, og kosningu hlutu: Hörður Friðþjófsson
með 20 atkv., Marinó L. Stefánsson með 20 atkv. og Björn L.
Jónsson með 18 atkv. Guðbjörg Birkis fékk 12 atkv. og Klemens
Þórleifsson 9 atkv. Kosningin gildir til tveggja ára. í varastjórn
til eins árs komu einnig fram 5 uppástungur, og kosningu hlutu:
Helga Vigfúsdóttir (21 atkv.), Helga Markúsdóttir (18 atkv.) og
Jón G. Hannesson (15 atkv.). Guðbjörg Birkis fékk 12 atkv. og
Klemens Þórleifsson 9 atkv. Endurskoðendur voru kosnir Frið-
geir Ingimundarson og Guðmundur Erlendsson, og til vara Ingþór
Sigurbjörnsson, allir sjálfkjörnir.
Undir liðnum „Önnur mál“ urðu miklar umræður um félagsmál.
Samþykkt var tillaga frá Sigurmundi Guðnasyni um athugun á
möguleikum á að koma upp heilsuræktarstöð í Reykjavík á vegum
félagsins.
Stjórn NLFR
Á fyrsta fundi sínum skipti hin nýkjörna stjórn NLFR þannig
með sér verkum: Formaður Eggert Kristinsson, varaformaður
Björn L. Jónsson, ritari Marínó L. Stefánsson, gjaldkeri Eiður
Sigurðsson, en fimmti stjórnarmaður er Hörður Friðþjófsson.
Á sama fundi var Marínó L. Stefánsson skipaður í stjórn Pönt-
unarfélags NLFR í stað Eggerts Kristinssonar, sem sagði sig úr
stjórninni, með því að hann hefir tekið við störfum sem verzl-
unarstjóri félagsins ásamt Ásbirni Magnússyni. Varamaður hans
er Hörður Friðþjófsson.
GAMANMÁL
Sniðugt læknisvottorð
Ungur maður hafði fengið kynsjúkdóm og bað lækni, sem var
vinur hans, um vottorð. Það hljóðaði þannig:
„N.N. missteig sig og bólgnaði fyrir ofan hné og verður óvinnu-
fær í nokkra daga“.
HEILSUVERND
79