Heilsuvernd - 01.06.1972, Blaðsíða 13
Fundir í NLFR
Mánudaginn 31. jan. 1972 kl. 21 var félagsfundur í Náttúru-
lækningafélagi Reykjavíkur í matstofu félagsins, Kirkjustræti 8.
Eiður Sigurðsson las grein eftir Jónas Kristjánsson lækni úr
tímaritinu Heilsuvernd, 2. hefti 1949, um svissneska náttúru-
lækninn Bircher-Benner. Eggert Kristinsson las upphafskaflann
úr bók Are Waerlands, Menningarplágan mikla, 7. riti NLFÍ, og
heitir sá kafli „Líf er eldur“. Síðan rif jaði Árni Ásbjarnarson upp
starfsemi NLFÍ og skýrði frá starfinu á árinu 1971. Að lokum
urðu nokkrar umræður um félagsmál, og eftir fundarslit voru born-
ar fram veitingar.
Aaðalfundur NLFR
Aðalfundur Náttúrulækningafélags Reykjavíkur var haldinn í
matstofu félagsins, Kirkjustræti 8, mánudaginn 20. marz. For-
maður félagsins, Anna Matthíasdóttir, mælti nokkur ávarpsorð
og bað Björn L. Jónsson að taka við fundarstjóm. Formaður
flutti skýrslu stjórnar, og fer útdráttur úr henni hér á efti.
Tala félaga í árslok var sem hér segir (tölurnar í sviga frá árinu
áður): Ársfélagar 650 (668), ævifélagar 144 (138), samtals 794
(806)1. Meðal látinna félaga á árinu voru Pétur Sigurðsson rit-
stjóri og Steindór Björnsson frá Gröf, en báðir voru þeir virkir
félagsmenn og áhugasamir til hinstu stundar. Stjórnarfundir voru
3 frá síðasta aðalfundi og félagsfundir 5. Þessir fluttu erindi
eða upplestur: Zóphónías Pétursson, Eiður Sigurðsson, séra Jón
Thorarensen, Anna Matthíasdóttir, Árni Ásbjarnarson, frú Arn-
heiður Jónsdóttir, frú Svava Fells, Eggert Kristinsson, og Skúli
Halldórsson flutti tónlist. Gróðursetningarferð var gerð til Hvera-
gerðis sunnudaginn 5. júní; tóku þátt í henni 24, og voru gróður-
HEILSUVERND
77