Heilsuvernd - 01.06.1972, Blaðsíða 7

Heilsuvernd - 01.06.1972, Blaðsíða 7
hverju verkefnið væri fólgið: Að rækta upp landið án aðkeyptra áburðarefna, því að íbúarnir hefðu ekki ráð á að leggja í þann kostnað. Þeir hefðu ekki heldur efni á að koma upp vatnsleiðslum, þannig að þeim yrði að duga það vatn, sem veðurguðirnir legðu þeim til með úrkomu. Úr umsækjendum valdi dr. Stott svo inn- fæddan negra, Mazibuko að nafni, sem þóttist fær um að leysa þetta verk af hendi. Og hann tók þegar til starfa. Hann byrjaði á því að láta grafa gryfjur, um tveggja metra breiðar og einn metra á dýpt, og lengd eftir aðstæðum. Saman við uppmoksturinn blandaði hann svo grasi, sem slegið var í grenndinni, og mokaði öllu niður í gryfjurnar á ný. Úr þessu varð einskonar safnhaugur og hin bezta gróðurmold, sem hélt vel í sér vatni og þorrnaði því ekki um of. Síðan sáði hann í þetta hampjurt, til þess eins að róta henni ofan í jarðveginn sem frekari áburðarauka. Og þá var komið að því að sá grænmetisfræi og fræi annarra nytjajurta, með sáðskiptum. Eftir árið voru þegar komnir þarna blómlegir maísreitir og matjurtagarðar. Kornmyllu var komið upp, þar sem maísinn var malaður, og á fyrstu sjö árunum fimmfaldaðist maísmagnið, sem malað var, úr 5 í 25 tonn. Sumarið er aðalregntími ársins. Til þess að hafa vatn árið um kring lét Mazibuko hlaða fyrirstöður, safna vatni í tjarnir og stunda þar fiskirækt. Ennfremur var komið upp alifuglarækt, og á þann hátt fékkst dýrmætur áburður. Þessi starfsemi hófst fyrir tuttugu árum, og nú eru í hérðaðinu yfir 600 maísakrar og matjurtagarðar og framleiðslan alltaf vax- andi. Jafnframt þessu hefir öll heilbrigðisþjónusta tekið miklum breytingum til bóta, og íbúarnir hagnýta sér hana í vaxandi mæli. Á þessum tuttugu árum hefir verið að vaxa upp ný kynslóð í héraðinu, sem er orðið að frjósömu landi með skilyrðum til að geta séð íbúunum fyrir heilnæmri fæðu og tryggt þeim líkamlega heilbrigði. Hér er um að ræða einstæða tilraun, lærdómsríka og til eftirbreytni, ekki aðeins fyrir þjóðir hinna svonefndu þróunar- landa, heldur ekki síður fyrir hinar háþróuðu menningarþjóðir, sem standa nú á barmi tortímingar vegna mengunar á flestum sviðum mannlífsins. HEILSUVERND 71

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.