Heilsuvernd - 01.08.1972, Page 6

Heilsuvernd - 01.08.1972, Page 6
BJÖRN L. JÓNSSON LjEKNIR Tannskemmdum útrýmt í þýzkum smábæ Enginn ágreiningur ríkir nú lengur um aðalorsakir tann- skemmda, sem sé að þær stafi fyrst og fremst af neyzlu á sykri og hvítu hveiti. Þessar fæðutegundir eiga líka aðalsök á offitu og sennilega einnig á æðakölkun og sykursýki. Til varnar tann- skemmdum hefir verið gripið til þess ráðs að blanda flúor saman við neyzluvatn, aðallega í nokkrum borgum Bandaríkjanna. Við það hefir dregið talsvert úr tannskemmdum hjá börnum og ungl- ingum, en eigi að síður hefir þessi aðferð ekki náð verulegri út- breiðslu í Evrópu, og eins og nýlega hefir verið skýrt frá í Heilsu- vernd, hafa slíkar aðgerðir verið bannaðar með lögum í Svíþjóð. Flúor er sterkt eiturefni, og telja margir hættuna af því þyngri á metunum en ávinninginn. Þá hefir tekizt að draga nokkuð úr tannskemmdum með því að pensla tennur barna með flúorblöndu, og mun það vera hættulaus aðgerð. En þessar aðgerðir hafa þann annmarka, að þær taka ekki fyrir aðalorsakir tannskemmd- anna og ráða þá ekki heldur bót á öðrum heilsuspillandi afleiðing- um sykur- og hveitineyzlunnar. íslenzkir tannlæknar hafa sýnt lofsverða viðleitni í þá átt að brýna tannvernd fyrir fólki bæði með réttri hirðingu tanna og fyrst og fremst með því að draga úr neyzlu hverskonar sælgætis og sætinda. Því miður virðist slík upplýsingastarfsemi næsta gagnslítil, nema henni sé fylgt eftir með raunhæfum aðgerðum, sem sýna svart á hvítu gildi hennar. Herferð gegn tannátu Þetta var dr. J. G. Schnitzer tannlækni ljóst. Hann var eini tannlæknirinn í bænum Mönchweiler í Schwarzwald (Svartaskógi) 102 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.