Heilsuvernd - 01.08.1972, Side 7
í SV-Þýzkalandi, en það er bær með nokkur þúsund íbúa. Og árið
1963 hóf hann herferð mikla, sem lítillega er sagt frá í Heilsu-
vernd, 1. hefti 1965, og verður nú lýst nánar og árangri hennar
samkvæmt upplýsingum í sænska ritinu Hálsa og ensku riti gefnu
út af félaginu ,,The Soil Association“.
Til dr. Schnitzers var oft komið með þriggja og fjögra ára
börn með gjöreyðilagðar tennur, og bersýnilega var það vonlaust
verk að ráða bót á slíkum skemmdum í tannlæknastólnum. Hann
ákvað því að grípa til róttækari aðgerða, stemma á að ósi. Hann
byrjaði á því að ræða málin við bæjarstjórann, sem tók honum
vel og var fullur skilnings og samstarfsvilja og bauðst til að láta
bæjarblaðinu, sem borið var í hvert hús, fylgja aukablað með
upplýsingum frá tannlækninum varðandi tannheilsu. Þá settu þeir
sig í samband við alla bakara bæjarins og kvöddu þá til fundar
í ráðhúsinu. Þar var þeim boðið upp á nýbakað heilhveitibrauð,
sem bóndakona í nágrenninu hafði bakað. Hún hafði alizt upp
með þrettán systkinum, faðir hennar malaði kom í lítilli kvörn,
og á heimilinu var ekki annað brauð en heimabakað brauð úr nýju
mjöli, enda voru börnin með öllu laus við tannskemmdir.
Hálfum mánuði síðar voru allir bakararnir farnir að baka heil-
hveitibrauð í tilraunaskyni, og vinsældir þess jukust smámsaman.
Að því stuðluðu mjög fylgiblöð dr. Schnitzers, sem send voru út
með bæjarblaðinu einu sinni eða tvisvar í mánuði með upplýsing-
um um þýðingu næringarinnar fyrir tennur, og fyrir heilsufar í
hvívetna. Og hverju heimili var send mappa sem fylgiblöðunum
skyldi safnað í, svo að þau geymdust og yrðu lesin aftur og aftur
og af nýju heimilisfólki.
En dr. Schnitzer og bæjarstjórinn létu ekki þar við sitja. Þeir
fengu kaupmenn, kennara og marga fleiri aðila í lið með sér.
Kaupmennirnir gengust inn á það, að bjóða börnum aldrei sæl-
gæti, þegar þau væru send í búðir til innkaupa eða kæmu þangað
annarra erinda, heldur gefa þeim hnetur og aðra holla ávexti og
halda slíku góðgæti að þeim börnum, sem ætluðu að kaupa venju-
legt sælgæti fyrir aura, sem þeim höfðu áskotnazt. Kennarar
tóku liðsbóninni einnig vel og héldu uppi fræðslu um tann- og
heilsuvernd í skólunum.
HEILSUVERND
103