Heilsuvernd - 01.08.1972, Blaðsíða 10
Um vöntunarsjúkdóma
Frá fyrstu tímum hefir maðurinn skynjaS, af meðfæddri eðlis-
hvöt, að í daglegri fæðu hans þarf nokkra fjölbreytni, ef komast
á hjá sjúkdómum. Hugtakið efna- eða næringarskortur þekktist
að vísu ekki fyrr en seint og síðarmeir, en menn gerðu sér eigi að
síður snemma nokkra grein fyrir sambandinu milli fæðunnar og
sjúkdóma, og eftirtekt og reynsla bentu á leiðir til að haga matar-
vali eftir árstíðum og staðháttum á þá lund, að heilsunni væn
sem bezt borgið.
Þó hefir þetta sumstaðar ekki tekizt. Þjóðflokkar, sem búa í
frumskógum við Amasónfljót í Suður-Ameríku, þjást t. d. af
efnaskorti. Þeir lifa nær einvörðungu á jurtafæðu, sem þarna er
mjög fábreytt. Þeir verða uppþembdir af mikilli neyzlu grænmetis,
sem vantar ýmis mikilsverð næringarefni, þar á meðal eggja-
hvítuefni og fitu. Til að bæta sér það upp, borða þeir stundum
skorkvikindi, því að venjuleg veiðidýr eru þarna af skornum
skammti vegna þess hve fábreytt fóður landið hefir upp á að bjóða.
Lítum við svo til Eskimóa, búa þeir við ofgnótt eggjahvítu og
fitu, en fá hinsvegar of lítiö af kolvetnum. í fæði þeirra vill auk
þess verða skortur á sumum fjörefnum og steinefnum. 1 raun-
inni lifa engin dýr á hreinni dýrafæðu, því að rándýrin éta inni-
hald maga og þarma úr bráð sinni sem yfirleitt eru grasætur, og
sama gera Eskimóarnir.*)
*) Eitt mesta hnossgæti Eskimóa er magi veiðidýra með hálfmeltu
innihaldi. — Ritstj.
106
HEILSUVERN O