Heilsuvernd - 01.08.1972, Qupperneq 18

Heilsuvernd - 01.08.1972, Qupperneq 18
4. Af ofangreindri lýsingu má sjá, að enda þótt kjöt og fiskur komi ekki á borð í hælinu, eru innlendar matvörur stærri þáttur í viðurværinu en gengur og gerist, og þær eru nær einvörðungu landbúnaðarframleiðsla. Ef landsmenn tækju sér þetta mataræði til fyrirmyndar, bæri landbúnaðurinn því síður en svo skarðan hlut frá borði. 5. 1 hófinu í Húsavík, sem sagt er frá á öðrum stað hér í þessu heíti.j mun einn góður og gegn ræðumaður hafa haft á orði, að náttúrulækningastefnan væri andvíg mjólkurneyzlu. Þetta er hinn mest misskilningur, eins og bezt má marka af því, að samkvæmt athugunum, sem gerðar hafa verið tvívegis með nokkurra ára millibili, er neyzla mjólkur og súrmjólkur nálægt einum lítra á fæðisdag, og þar að auki koma mjólkurafurðir, eins og rjómi, smjör og ostar. Taka þessar tölur til dvalargesta og starfsfólks, sem er um fjórði hlui allra fæðisgesta. Það er sykuriðnaðurinn, sem hefir ástæðu til að líta náttúru- lækningastefnuna illu auga, og auðvitað kaffiframleiðendur, og þar að auki allir þeir, sem hafa atvinnu af dreifingu þessara vöru- tegunda. Kaffi er alls ekki á borðum í hælinu, og sykurnotkun •— púðursykur — aðeins um 20 g á fæðisdag, en til jafnaðar í landinu 150 g á hvert mannsbarn að meðaltali. GAMANMÁL Þeir þekktu ekki manninn Hinn heimsfrægi læknir og vísindamaður Virchow var hirðu- laus um klæðnað sinn og útlit og gekk oft eins og ræfill til fara. Á leiðinni til sjúkrahúss síns gekk hann dag einn framhjá húsi í byggingu, þar sem smiðir og verkamenn sátu að snæðingi með raðir af bjórflöskum í kringum sig. Virchow nam staðar og sagði brosandi: „Þið eigið bara náðuga daga, piltar mínir“. Þeir þekktu ekki. manninn, leizt hann æði tötralegur, og einn þeirra svaraði: „Já, og þetta gætir þú veitt þér líka, vinur minn, ef þú hefðir einhverntíma nennt að læra eitthvað nytsamlegt". 114 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.