Heilsuvernd - 01.08.1972, Qupperneq 19
NIELS BUSK GARÐYRKJUSTJÓRI
Söfnun tejupta
Nú er kominn rétti tíminn til að safna drykkjarjurtum. Sam-
kvæmt fornum uppskriftum á að blanda saman sjö tegundum til
að fá góðan drykk, og náttúra íslands hefir upp á yfrið nóga
fjölbreytni að bjóða í þessu efni, svo að engin vandkvæði eru á
að afla sér vetrarforða í ljúffengan heilsudrykk. Hafa skal í huga,
að blóm tekin döggvot gefa meiri ilm en ef þau hafa þornað í
sólskini, og mikið er undir því komið að varðveita blómaanganina
í sem ríkustum mæli.
Fyrstu blómin, sem hægt er að safna, eru silfurmura og ljóns-
löpp og síðan koma gullmura, rjúpnalauf, vallhumall, blóðberg,
smári og loks mynturnar. Svo er það smekksatriði, hvernig þessum
jurtum er blandað saman. Um það er ekki hægt að gefa neinar
ákveðnar reglur, hve mikið eða lítið eigi að hafa í hverri blöndu.
En þess má geta, að mjaðjurt og blóðberg eru kraftmiklar jurtir,
sem nota skal í hófi. Jurtirnar eru þurrkaðar sem fyrst, en ekkí
í sólskini, og svo eru þær geymdar í þéttum umbúðum, t.d. plast-
pokum, og notaðar til drykkjar daglega í staðinn fyrir kaffi eða
venjulegt te.
Kálmaðkurinn
Ef kálflugan er farin að sækja á blómkál eða rófur, þá er að
grípa hlandforarfötuna og hella yfir moldina, og þetta er um
leið hinn bezti áburður. Lirfurnar leggja þegar á flótta undan
hlandforinni, svo framt að þær hafi ekki þegar hreiðrað um sig
HEILSUVERND
115