Heilsuvernd - 01.08.1972, Side 22

Heilsuvernd - 01.08.1972, Side 22
A víð og dreiff íþróttir og: eg:g:jahvíta Því er almennt trúað, að íþrótta- ménn þurfi að neyta mikillar eggja- hvítu við íþróttaiðkanir. Fyrir löngu hefir þó verið sýnt og sann an, að svo er ekki. Árið 1933 gerðu þrír iþróttamenn í Bandaríkjunum, allt háskólastúdentar, tilraun á sér. Þeir neyttu daglega um 2700 hita- eininga, aðallega jurtafæðu, sem fyrstu þrjár vikurnar innihélt 100 g eggjahvítu, 150 g fitu og 230 g kolvetna, auk 14 g af matarsalti. Iþróttaiðkanir þeirra voru fólgnar í róðri og hlaupum, sem þeir juku smámsaman í tvær vikur og héldu síðan áfram óbreyttum. Að þremur vikum liðnum breyttu þeir matar- æði sínu þannig, að þeir minnkuðu eggjahvítuna niður í 50 g á dag, en juku fitu og kolvetni að sama skapi, þannig að hitaeiningamagn- ið hélzt hið sama, og saltið minnk- uðu þeir niður í 2 g. Þennan tíma nærðust þeir á ósoðinni jurtafæðu, grænmeti og aldinum, þar á meðal hnetum, og borðuðu litið eitt af mjólk og eggjum. Þeir héldu áfram sömu íþróttaiðkunum, án þess að draga nokkuð úr þeim, og efna- skipti þeirra héldust í fullkomnu jafnvaegi. (The Vegetarian) Tilraun með hvítt brauð árið 1826 Árið 1826 birti franski lífeðlis- fræðingurinn Magendie eftirfar- andi í enska læknaritinu „London Lancet": „Hundar fóðraðir á hvítu brauði og vatni lifa ekki nema i 50 daga. En hundar fóðraðir á heil- hveitibrauði og vatni lifa góðu lífi og fullheilbrigðir allan þennan tima.“ Þá vissu engir, hvorki Magendie né aðrir, að skortur Bl-fjörefnis varð fyrri hundunum að aldurtlla. En tilraunir þessar, sem gerðar voru fyrir nærfellt hálfri annari öld, sýndu, að í náttúrlegum mat- vælum eru efni, sem líkamanum eru nauðsynleg, þannig að ekki má hluta fæðuna I sundur, ef lífi og heilsu á ekki að vera hætta búin. (Sunnhetsblade t) Klókur sjúklingur Það hefir löngum viljað við brenna, að læknar séu tregir til að láta sjúklingum sínum í té vit- neskju um ástand þeirra. Dagblöð í Englandi hafa nýlega skýrt frá því, hvernig spitalasjúklingur einn fann ráð við þessu. Dag einn er hringt til sjúkrahússins og beðið um upplýsingar um Henry Jones Spyrjandinn fékk viðstöðulaust þær fréttir af honum, að hann hefði verið skorinn upp, aðgerðin tekizt prýðilega, saumarnir yrðu teknir daginn eftir og hann yrði sendur heim næstkomandi föstudag. Þá fyrst var innt eftir nafni spyrjanda, sem var enginn annar en Henry Jones sjálfur, sem hringdi úr rúmi sinu og þakkaði með virktum fyrir upplýsingarnar. (The Practitioner) 118 HEILSUVERNÐ

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.