Heilsuvernd - 01.12.1979, Blaðsíða 5
stofnana í Þýskalandi og víðar. Fyrstu árin vann með honum
gigtarlækningarsérfræðingur, Karl Jónsson, en eftir að hann hætti
störfum sá Björn einn um alla læknisþjónustu á hælinu, þrátt
fyrir mikla fjölgun sjúklinga, þar til fyrir tveim árum að hann
réð Þórhall Ólafsson, héraðslækni í Hveragerði, sér til aðstoðar.
Á heilsuhælinu vann Björn læknir mörg og margvísleg störf,
enda vinnuþrek hans og áhugi með eindæmum. Einu kvöldi í
viku hverri varði hann til fræðslu og kynningar og þessi kvöld
nefndi hann ,,baðstofukvöld“. Þá komu sjúklingar og starfsfólk
saman í samkomusal hælisins (kapellunni) og þar flutti hann
fræðandi erindi um holla lifnaðarhætti o.fl. Að loknu erindinu
bauð hann áheyrendum að gera fyrirspurnir sem hann svo leysti
úr í stuttu og skýru máli og að lokum settist hann við hljóðfær-
ið og spilaði, er. fólkið tók undir eftir bestu getu, sameinaðist
í söngnum þakklátt og glatt og munu margir eiga góðar endur-
minningar frá þessum kvöldum.
Björn læknir var mikill unnandi góðrar tónlistar og lék sjálf-
ur vel á hljóðfæri. Hann annaðist organistastörf við guðsþjón-
ustur á kapellu hælisins þegar þess þurfti með og við önnur há-
tíðleg tækifæri.
Milli yfirlæknisins og starfsfólksins ríkti gagnkvæmt traust
og vinátta. Þeir sem við vandamál áttu að etja sneru sér jafnan
til hans, því þaðan vissi það að góðra ráða var að vænta, enda
naut hann fulls trúnaðar þess alls. Hans er því sárt saknað af
starfsfólkinu sem vinar og velgerðarmanns. Svipað má segja
um samskipti Björns við sjúklingana, þeir treystu honum, ekki
aðeins sem lækni, heldur einnig sem vini og ráðgjafa.
Margt var það sem við Björn þurftum sameiginlega að taka
ákvarðanir um á þeim árum sem við fengum að vinna saman og
aldrei man ég eftir að ágreiningur yrði okkur til vandræða; ef á
milli bar þá ræddum við málin nánar, hugsuðum um þau, kannski
nokkra daga, ræddum þau svo á ný uns þar kom að báðir urðu
ánægðir með þá lausn sem fannst.
Björn læknir var að vísu skapríkur og þungur fyrir, og erfiður
andstæðingur ef honum þótti ódrengilega að málum staðið, en
hann var manna fúsastur að fyrirgefa yfirsjónir ef þær voru
HEILSUVERND
125