Heilsuvernd - 01.12.1979, Blaðsíða 19

Heilsuvernd - 01.12.1979, Blaðsíða 19
suðu missa ávextir og grænmeti VA til V2 af trefjum og megnið af vítamínum og steinefnum. Árið 1902 neytti hver Bandaríkjamaður að meðaltali rúmlega 100 kg af hveiti á ári. Rúmur helmingur þess var heilhveiti. Árið 1976 var meðalársneyslan komin niður í 55 kg og þar af var hvítt hveiti 50 kg. Hvítt hveiti inniheldur einungis 8% af því trefjaefni sem er í heilhveiti. Og fleira glatast en trefjarnar þegar heilhveiti er breytt í hvítt hveiti. Mikið af B-vítamínum er í heilhveiti og tapast mest af því, einnig megnið af steinefnum og snefilefnum svo sem zinki, kopar og joði. Þá tapast svo til allt E-vítamín. Svo er reynt að bæta fyrir þessa eyðileggingu með því að bæta tilbúnum vítamínum í hvíta hveitið. Allir kann- ast við auglýsingar um vítamínbætt hveiti. En er ekki nær að lofa náttúrlegum vítamínum að halda sér í hveitinu? Fluor í drykkjarvatn Þið íslendingar eruð svo lánsamir að hafa gnægð af hollu og ómenguðu drykkjarvatni. Mér finnst því hörmulegt til þess að vita, að áróður skuli vera rekinn fyrir því að bæta fluori (calci- umfluoríðí) í drykkjarvatn til að varna tannskemmdum. Það er óumdeilanlegt, að fluor er eitur (það er t.d. notað til að eyða kakkalökkum), en formælendur þess halda því fram, að örlítið magn af því í drykkjarvatni sé skaðlaust, en styrki aftur á móti glerung tannanna. En hvar eru mörkin? Vitað er um dæmi þess, að fluor hefur valdið úrkölkun beina í öldruðu fólki og bömum. Tannskemmdir voru miklu fátíðari á Vesturlöndum en nú er, áður en mataræði tók að breytast í það horf sem nú er og „frumstæðar þjóðir“, allt frá eskimóum í Kanada til frum- byggja Ástralíu, hafa miklu heilbrigðari tennur en þjóðir Vest- urlanda. í stað þess að bæta fluori í drykkjarvatnið til að draga úr tannskemmdum væri nær fyrir íslendinga að draga úr neyslu hvítasykurs. Hvítasykurinn í fæðu nútímamanna í byrjun átjándu aldar var neysla hvítasykurs á mann í Banda- ríkjunum tæp 2 kg á ári. Árið 1976 var hún komin upp í nærri HEILSUVERND 139

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.