Heilsuvernd - 01.12.1979, Blaðsíða 29

Heilsuvernd - 01.12.1979, Blaðsíða 29
stjórninni jafnframt Arnheiði. Það lætur að líkum, þar sem Guðbjörg er dóttir Jónasar heitins Kristjánssonar, að tilfinn- ingahiti og áhugi fyrir framgangi stofnunarinnar væri hennar hjartans mál. Enda mjög eðlilegt að einn af afkomendum hans ætti sæti í stjórn þeirrar stofnunar er hann hafði í upphafi lagt til alla fjármuni sína til þess að Heilsuhælið gæti tekið til starfa. Guðbjörg Birkis er tilfinningarík kona, svo sem hún á kyn til. Arnheiður átti allt traust hennar og sömuleiðls átti Guðbjörg fullan trúnað og stoð Arnheiðar. Mér væri innan handar að geta dæma hér um, en læt það ógert, því á þeim árum sem ég til þekki voru þær ekki ævinlega ósærðar er fundum var slitið. Þakkir mínar færi ég Guðbjörgu og ef hún er særð eftir áföll liðinna ára vona ég að þau sár megi gróa að fullu bæði utan hælisins og þó sér í lagi finni hún sig sjálfa sem hinn velkomna unnanda stofn- unarinnar. Báðum þessum konum flyt ég þakkir allra þeirra er á liðnum árum hafa notið velvildar þeirra og viljans til þess að gera það sem þær töldu réttast. Hajsteinn Guðmundsson Frá rifnefnd Ritnefnd sú, sem kosin var á siðasta landsfundi NLFl, hefur séð um útgáfu þessa heftis, sem er hið síðasta af árgangi 1979, og ber hún ábyrgð á þeim drætti, sem orðið hefur á útgáfu þess. Ýmsar orsakir liggja til þessa dráttar og sér ritnefndin ekki ástæðu til að tíunda þær allar. Hún játar fúslega, að hún var sein til að hefja störf og þar við bættist, að tafsamt reyndist að afla efnis í heftið fyrir nefndarmenn, sem allir eru störfum hlaðnir fyrir. Lögð hafa verið drög að skipulegri efnisöflun í framtíðinni, m.a. efnis- þáttum, sem birtast eiga reglulega í tímaritinu. Þá hefur rtnefndin ákveðið i samráði við forseta NLFÍ, að breyta broti tímaritsins, stækka það verulega og skapa þannig skilyrði fyrir aukna fjölbreytni bæði i efnisvali og útliti. Ákveðið hefur verið að hafa blaðsiðutal árgangsins hið sama og verið hefur, og þar sem brotið stækkar, eykst efnið verulega. Ritnefndin gerði sér fljótt ljóst, að hún væri þess ekki megnug að annast ein ritstjórn timaritsins. Hún hefur því leitað liðsinnis við efnis- öflun og fengið góðar undirtektir. En ljóst er, að árgangur 1980 getur ekki orðið 6 hefti, má gott heita ef þau verða 4, en sökum þess að brotið stækkar verður lesefnið væntanlega engu minna en verið hefur. Við skulum svo vona, að með samstilltu átaki takist okkur að gera Heilsuvernd að gagnlegu og læsilegu tímariti og góðum málsvara fyrir náttúrulækningastefnuna. HEILSUVERND 149

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.