Heilsuvernd - 01.12.1979, Blaðsíða 15

Heilsuvernd - 01.12.1979, Blaðsíða 15
6. Til þess að þvagið sé basiskt allan sólarhringinn þarf mjög strangt hráfæði. Eru slík tilfelli til í raunveruleikanum? Hve- nær sólarhringsins er þvagið venjulega minnst basiskt? Lindahl: Það er til í dæminu að jurtaneytendur sem forðast að neyta brauðs hafi basiskt sólarhringsþvag. Allar slíkar rann- sóknir ber, eins og áður segir, að gera á sólarhringsþvagi, því að skammvinnar breytingar á samsetningu blóðsins hafa áhrif á þvagið og geta valdið sveiflum sem eiga ekkert skylt við sýru- basa-jafnvægið í efnaskiptunum. Til dæmis verður blóðið örlítið meira basiskt þegar maginn framleiðir mikla saltsýru til melt- ingarstarfsins. Ef þvagmyndun á sér stað á sama tíma, og við- komandi kastar vatni strax á eftir, þá mun þvagið reynast basisk- ara en ella. 7. Skortur á steinefnum og lútargæfum efnum — er það sama og of mikil sýra í fæðunni? Er kalíumrík fæða, t.d. ávextir, sér- staklega steinefnaauðug og lútargæf? Lindahl: Sýru-basa-jafnvægið og steinefnajafnvægið eru óskyldir þættir. Þegar rætt er um steinefnajafnvægið er nauð- synlegt að skoða öll steinefnin og snefilefnin hvert fyrir sig. Aftur á móti eru þær fæðutegundir sem eru mest lútargæfar (rótarávextir, grænmeti og ber) mjög ríkar að steinefnum. Þess vegna fer oftast saman basamyndun í líkamanum og neysla steinefnaríkrar fæðu. Lítið er vitað um áhrif kalíums á sýru-basa-jafnvægið. Það er jafnan talið æskilegt að efnaskiptin (þvagið) séu tiltölulega basisk eða hlutlaus. Kalíumrík fæða hefur ýmist í för með sér ofgnótt sýru og ofgnótt basa, en venjulega eru lútargæfu fæðu- tegundimar, svo sem rótarávextir og grænmeti, jafnframt auðug að kalíum. Þar af leiðandi er kalíumrík fæða oftast einnig lútar- gæf. Sum lyf ræna líkamann kalíum. Til þess að stemma stigu við því eru samtímis teknar kalíumklóríðtöflur. Auðvitað er hér um að ræða mikinn breytileika milli einstakra fæðutegunda. 8. Að hve miklu leyti er eplaedik lútargæft, og hvernig er best að nota það? HEILSUVERND 135

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.