Heilsuvernd - 01.12.1979, Blaðsíða 8

Heilsuvernd - 01.12.1979, Blaðsíða 8
frönsku stjórninni, sem sæmdi hann orðu, er hann tók við úr hcndi sendiherra Frakka á íslandi." Þórhalli B. Ólafssyni héraðslækni fórust m.a. orð á þessa leið í sama blaði: „Björn læknir var öðrum fremur arftaki frum- herja náttúrulækningastefnunnar hér á landi, Jónasar Kristjáns- sonar læknis. Þegar alvarleg tilraun verður gerð til að meta störf þessara manna, hygg ég og að þann sess hljóti þeir meir fyrir það að hafa framfylgt stefnu sinni í verki með þeim árangri, sem nú er öllum auðsær, en sökum einstakra kennisetninga. Enda þótt þýðing heilsuverndar sé sýknt og heilagt undirstrikuð í orði, fer lítið fyrir aðgerðum á borði. Framtak náttúrulækninga- manna er ekki aðeins lofsvert í sjálfu sér, heldur er það ekki síður hvatning til annarra um að hef jast handa í þágu sama mál- efnis, þ.e. heilsuverndar. í þau 3 ár, sem ég starfaði með Birni lækni, fékk ég staðfestingu á því, sem ég áður hugði, að hann væri maður hreinskiptinn og nákvæmur í orðum sínum og gerð- um. Sem samstarfsmaður var hann umburðarlyndur, tillitssam- ur og jafnlyndur, og kom það sér vel fyrir mig, sem oft hef varla séð dagsins ljós í þeirri firna ringulreið, sem kallast nú heilsu- gæsla utan sjúkrahúsa. En kannski mun ég minnast hans lengst fyrir tvennt: létta og græskulausa gamansemi, sem var laus við þessa venjulegu íslensku hótfyndni, og fyrir skapfestu hans, sem gerði honum ætíð kleift, að því er virtist áreynslulaust, að taka strax skýra og afdráttarlausa afstöðu til sérhvers vandamáls. Það er ekki laust við að ég hafi stundum öfundað hann af þess- um eiginleika. Þá fer það ekki á milli mála, að sá maður, sem ræðst á miðjum aldri út í erfitt háskólanám — að nýju og á allt öðru sviði en því, sem hann lagði fyrir sig á unga aldri og starf- aði að á bestu árum sínum — hefur ekki verið neinn meðalmað- ur.“ Gamlir og dyggir lesendur Heilsuverndar mundu efalaust vilja, ef þeir væru um það spurðir, ljúka þessum minningarorðum með því að láta í ljós þakklæti til Björns heitins fyrir margvíslegan fróðleik um heilsusamlegt mataræði, hollar lífsvenjur og önnur baráttumál náttúrulækningastefnunnar, sem hann hefur miðlað þeim á síðum Heilsuverndar á liðnum árum. 128 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.