Heilsuvernd - 01.12.1979, Blaðsíða 25
mennings. Því beri okkur að líta björtum augum til framtíðar-
innar, það sé besta veganestið til átaks við komandi viðfangs-
efni og mest í samræmi við baráttu frumherja náttúrulækninga-
stefnunnar.
Talsverðar breytingar voru samþykktar á lögum sambandsins,
sumar veigamiklar. Verða þær ekki raktar hér því að lögin fylgja
sérprentuð þessu hefti Heilsuverndar.
Lýst var stofnun nýs náttúrulækningafélags og er heiti þess
Náttúrulækningafélag Hveragerðis og Árnessýslu. Stofnfélagar
voru 19.
Svohljóðandi tillaga frá Marteini Skaftfells var samþykkt á
þinginu: ,.Landsþing NLFl haldið 15. sept. 1979 telur tímabært
að land hælisins handan árinnar verði brotið með það fyrir aug-
um að hafin verði vísindaleg ræktun og jafnframt skipulagning
skrúðgarðs og felur stjórn sambands og hælis í samvinnu við
garðyrkjustjóra og forstjóra hælisins undirbúning og framkvæmd-
ir.“ Nefndin sem fjallaði um tillöguna lagði til að þetta verkefni
verði tekið á framkvæmdaáætlun NLFÍ og framkvæmdir hafnar
eins fljótt og fjárhagur og aðrar ástæður leyfi.
Ný stjórn NLFÍ til fjögurra ára var kosin á þinginu og hlutu
þessir kosningu: Jóhannes Gíslason, Oddgeir Ottesen, Einar Að-
alsteinsson, Hörður Friðþjófsson og S'vana H. Stefánsdóttir.
I þinglok minntist þingforseti Björns L. Jónssonar yfirlæknis
og árangursríks starfs hans í þágu hælisins; einnig minntist hann
Sigurjóns Danivalssonar, fyrsta framkvæmdastjóra hælisins. Að
lokum ávarpaði hann Arnheiði Jónsdóttur forseta og heiðursfé-
laga NLFl og þakkaði henni óeigingjarnt starf í þágu NLFÍ fyrr
og síðar og afhenti henni síðan stjórn þingsins. Arnheiður bar
fram þakkir sínar til þingsins og til allra þeirra, sem með henni
hefðu starfað innan NLFÍ frá upphafi. Starfið hefði verið sér
mikil lífsfylling, einkum samstarfið við Jónas Kristjánsson, ekki
síst þegar erfiðleikar steðjuðu að. Hún kvaðst líta á hælið sem
sitt annað heimili og vonaðist ttil að eiga eftir að koma þangað
oft, þó að hún hyrfi úr stjórn NLFÍ. Að svo búnu bað hún þing-
heimi guðsblessunar og sleit þinginu.
HEILSUVERND
145